is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15335

Titill: 
  • Notkun virkniskráa í hjúkrun sjúklinga á endurhæfingargeðdeildum: Reynsla starfsfólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa lokaverkefnis er að skoða reynslu starfsfólks af notkun virkniskráa á endurhæfingargeðdeildum og meta notkunarmöguleika þeirra í klínísku starfi. Markmið með notkun virkniskráa er að efla hjúkrun á geðdeildum og gera hana markvissari með því að styrkja sjálfsumönnun, auka virkni og draga úr sjúkdómseinkennum. Rannsóknir benda eindregið til gagnsemi virkniskráningar í meðferð við þunglyndi og kvíða. Hins vegar finnast engar rannsóknir um notkun virkniskráningar meðal einstaklinga með geðhvörf og geðklofa.
    Notkun virkniskráa meðal sjúklinga á endurhæfingargeðdeild Landpítala hófst haustið 2012 og þremur til fjórum mánuðum síðar fóru fram rýnihópaviðtöl þar sem reynsla starfsfólks af notkun virkniskráa var rædd. Höfundar og leiðbeinandi innihaldsgreindu viðtölin sem voru hálfstöðluð. Í niðurstöðum komu fram þrjú meginþemu, ásamt sex undirþemum og eru þau túlkuð og borin saman við fræðilegt efni þar sem meðal annars kemur fram að starfsfólk sér mikla framtíðarmöguleika í virknimeðferð og virkniskráningu.
    Lykilorð: Geðhvörf, geðklofi, hugræn atferlismeðferð, virknimeðferð, virkniskráning, rýnihópar, innihaldsgreining

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this B.Sc project is to explore nursing staffs’ experience of activity scheduling in rehabilitation units and determine the application potential in clinical practice. The objective of activity scehduling is to improve self-care among psychiatric patients, increase activity and reduce symptoms. Research have strongly indicated the usefullness of activity scheduling among people with anxiety and depression. However there appears to be a gap in the literature concerning the usefulness of activity scheduling among people with bipolar disease and schizophrenia.
    Formal use of activity scheduling among patients in the psychiatric rehabilitation unit at Landspítali university hospital began in fall 2012. Focus group interviews took place three to four months later where nursing staffs’ experience of activity scheduling was discussed. The authors of this project and their supervisor content analyzed the semistructured interviews. Three main themes were identified along with six subthemes. They were interpreted and compared with the literature. The results demonstrated that nursing staff saw future potential in using behavioral activation and activity scheduling.
    Key words: Bipolar disease, schizophrenia, cognitve behavioral therapy, behavioral activation, activity scheduling, focus group, content analysis

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun virkniskráa í hjúkrun sjúklinga á endurhæfingargeðdeildum.pdf379.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
PDF.Virknitafla(2)(1).pdf63.33 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
siðanefnd_viðbót.pdf27 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðbótarleyf_til_Persónuv-1.pdf82.08 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Samþykki Persónuverndar.pdf175.15 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Upplýst samþykki.pdf241.46 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna