is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15346

Titill: 
  • Hefur hreyfing áhrif á áfengisneyslu og reykingar ungmenna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfing er mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Algengt er að það dragi úr hreyfingu einstaklinga á unglingsárum en á sama tíma eykst oft neysla áfengis og tóbaks. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að kanna áhrif hreyfingar á áfengisneyslu og tóbaksreykingar ungmenna og hins vegar áhrif mismunandi gerða hreyfingar á neyslu ungmenna á áfengi og tóbaki. Þátttakendur í rannsókninni voru 234 nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla. Þátttakendur voru á aldrinum 15 til 17 ára en meðalaldur þeirra var 16,02 ár. Þar sem um þversniðsrannsókn er að ræða er ekki hægt að fullyrða um orsök og afleiðingu en niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þau ungmenni sem stunda reglulega hreyfingu neyti síður áfengis og tóbaks en ungmenni sem hreyfa sig lítið sem ekkert. Einnig benda niðurstöður til að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi dragi úr líkum á neyslu áfengis og tóbaks.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Verkefni lok.pdf574.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna