is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15358

Titill: 
  • Taugasálfræðilegt mat á ökuhæfni eftir heilablóðfall og heilaáverka: Forrannsókn á tölvustýrðu matstæki, Expert System Traffic
  • Titill er á ensku Computerized neuropsychological assessment of fitness to drive following stroke and traumatic brain injury: A pilot study
Útdráttur: 
  • Einkenni frá miðtaugakerfi sem oft fylgja heilablóðfalli og heilaáverkum geta haft töluverðar afleiðingar fyrir hæfni fólks til aksturs. Á endurhæfingardeildum er þess oft krafist að sjúklingar gangist undir taugasálfræðilegt mat til að ákvarða um ökuhæfni þeirra. Svo slíkt sé réttlætanlegt þarf viðunandi fylgni að vera á milli þeirra taugasálfræðilegu prófa sem notuð eru og raunverulegrar ökuhæfni fólks. Á Íslandi er skortur á klínískum leiðbeiningum og verklagsreglum á þessu sviði og kallað hefur verið eftir réttmætari matsaðferðum á ökuhæfni, sérstaklega eftir veikindi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að gera forprófun á tölvustýrða matstækinu Expert System Traffic (XPSV, Schuhfried GmbH), til að skoða hvernig það hentar íslenskum sjúklingum eftir heilablóðfall og heilaáverka. Rannsóknin er undirbúningur fyrir viðameiri þverfaglega rannsókn á forspárréttmæti XPSV fyrir frammistöðu í ökumati með ökukennara og iðjuþjálfa. Alls voru 36 þátttakendur í rannsókninni, 18 sjúklingar sem voru í endurhæfingu á Grensásdeild Landspítala og 18 heilbrigðir einstaklingar til samanburðar. Tilgátur rannsóknarinnar voru að svipaðar niðurstöður myndu fást og úr erlendum rannsóknum þar sem XPSV hefur verið notað fyrir sjúklinga eftir heilablóðfall og heilaáverka. Nánar tiltekið að um þriðjungur sjúklinganna yrði metinn með viðunandi ökuhæfni og að heilbrigði samanburðarhópurinn kæmi betur út, sérstaklega á prófum sem meta skipta sjónræna athygli og viðbrögð við flóknum aðstæðum. Niðurstöðurnar voru í samræmi við tilgáturnar, að undanskildu því að meiri munur kom fram á milli hópa á prófum sem meta sjónræna áttun (e. visual orientation ability) og yfirsýn (e. overview) annars vegar og einbeitingu hins vegar en á prófum sem meta skipta sjónræna athygli og viðbrögð við flóknum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaJoh_cand.psych.pdf822.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna