is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15369

Titill: 
  • Mat á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri
  • Titill er á ensku Evaluation of the online learning program of Verkmenntaskólinn á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari meistaraprófsritgerð er lýst innra mati á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri. Tilgangur matsins er að greina að hvaða marki starfsemin er í samræmi við viðmið um góð vinnubrögð sem sótt eru í gæðastaðla fyrir tölvustutt nám. Samkvæmt þeim byggir námið á virkni nemenda, vinnu þeirra með námsefnið og samstarfi við kennara og samnemendur. Starf kennarans felst í því að stuðla að árangursríku sambandi nemandans við þessa áhrifa­þætti. Hlutverk skólans sem að náminu stendur er að tryggja að til staðar séu nauðsynlegar forsendur góðrar vinnu nemenda og kennara, skýr stefna, góð stjórnun og gott skipulag, næg aðföng og viðeigandi stuðningur.
    Verkmenntaskólinn varð fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að skipuleggja tölvustutt fjarnám. Frá því starfsemin hófst hafa allar forsendur námsins breyst verulega, tæknileg- og kennslufræðileg þekking aukist og aðstæður til að nýta þessa aðferð batnað. Starfsemin hefur þróast allnokkuð á sama tíma en stefna um fjarkennsluna hefur þó ekki verið endurskoðuð.
    Helstu niðurstöður matsins eru að skipulag náms og kennslu samræmist að hluta gæðaviðmiðunum, t.d. hvað varðar áherslu á virkni nemenda, reglu og gott skipulag og mikil samskipti nemenda og kennara. En starfsemin víkur einnig frá gæðaviðmiðunum í nokkrum atriðum og því gerðar eftirtaldar tillögur um úrbætur á þeim. Stefnumörkun fyrir fjarkennsl­una verði endurskoðuð í ljósi þróunar og breyttra forsendna. Sett verði viðmið um hvernig standa beri að kennslu, námsmati og hönnun námsumhverfis þannig að starfið samræmist viðmiðum um góð vinnubrögð og endurskoðaðri stefnu. Stoðþjónusta verði skipulögð með sérstakar þarfir nemenda og kennara í tölvustuddu fjarnámi í huga. Loks er lögð áhersla á mikilvægi þess að almennar reglur VMA gildi einnig um fjarkennsluna, t.d. um gæðaeftirlit og umbótastarf.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis describes internal evaluation of the online distance learning program at Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA). The aim of the evaluation is to improve the program by aligning it with good practice as described in quality standards for online learning. According to the standards learning is the result of the activities of the student, his interaction with the course content, the teacher and his fellow students. The role of the teacher is to facilitate this interaction. The role of the institution offering the online program is to provide the means necessary for good work by learners and teachers, clear mission, good leadership and organization, sufficient resources and appropriate support services.
    VMA was the first Icelandic secondary school to organize online distance learning. Since the start of the program, a major development has occurred in the area of online education. New technology has become available and knowledge regarding good practices has increased. At the same time the instructional practices have developed to some extent but the mission of the program has not been updated.
    On the basis of the evaluation it can be concluded that the emphasis on certain teaching practices, active learning, good organization and frequent interaction between teachers and students are in accordance with the quality standards. But there is also room for improvement and therefore the following recommendations are made. The mission statement of the program should be reconsidered because of the changed environment of online education. A quality instructional and course design, teaching and assessment should be laid out, based on knowledge about best practices and the redefined mission of the program. Appropriate support for teachers and students should be defined and provided. Finally, general administrative procedures of VMA, i.e. regarding quality control, should apply to the distance learning program.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.5.2014.
Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15369


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarkennsla-mat-lokautgafa.pdf818.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf59.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskra.pdf104.18 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna