is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15370

Titill: 
  • Samsláttur og tengsl mismunandi líkamsmiðaðrar áráttu: Húðkropp, hárplokk, að naga neglur og naga innan úr kinnum og vörum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsmiðuð árátta er áráttutengd hegðun sem beinist að eigin líkama. Nokkrar tegundir af líkamsmiðaðri áráttu eru til, þar á meðal húðkropp, hárplokk, að naga á sér neglurnar og að naga innan úr kinnum og vörum. Klínísk reynsla og niðurstöður rannsókna benda til þess að líklega sé um skylda kvilla að ræða. Til dæmis sömu einkenni, samsláttur milli þessara kvilla, auk þess að þessi kvillar gangi í sömu ættir. Óljóst er að hve miklu leyti kvillarnir eru skyldir og hvernig skyldleikinn lýsir sér helst. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna; 1) hvort þátttakendur með eina tegund líkamsmiðaðrar áráttu væru líklegri til að hafa aðra, 2) hvort þessi vandamál lægju saman í ættarsögu fólks, 3) hvort klínisk einkenni mismunandi tegunda líkamsmiðaðrar áráttu væru svipuð af eiginleikum og 4) hvort alvarleiki vandamálanna væri tengdur sjálfsmatsmælingum á einkennum kvíða, þunglyndis og streitu og einnig skertri athyglisstjórn. Þátttakendur voru 2062, nemendur við Háskóla Íslands og nemendur úr 10 framhaldsskólum á landinu, allir 18 ára og eldri. Þrjár af tilgátum rannsóknarinnar voru að mestu studdar. Samsláttur milli þessara raskana var meiri í úrtakinu heldur en tilviljun gerir ráð fyrir. Líkamsmiðuð árátta virðist ganga í sömu ættir. Einkennin eru mjög lík, sömu einkenni algengari en önnur og lítill munur á birtingarmynd einkenna eftir því hvaða líkamsmiðuðu áráttu þátttakendur þjáðust af. Hins vegar fundust engin tengsl milli líkamsmiðaðrar áráttu við einkenni kvíða, þunglyndis eða streitu og ekki heldur við ahyglisstjórn.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S. lokaskil - Heiða ingólfs PDF.pdf253.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna