is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15375

Titill: 
  • Flytur trúin fjöll? : frásagnir fimm nemenda af skólagöngu á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla
  • Titill er á ensku Can faith move mountains? : narratives of five students of their schooling in lower secondary and in upper secondary school
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá upplýsingar um reynslu nemenda af skólagöngu sinni og ástæðum þess að þeir hurfu tímabundið frá námi í framhaldsskóla, þrátt fyrir ágæta námsgetu. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvernig nemendunum gekk að flytjast milli grunn- og framhaldsskóla, hvernig hvort skólastig um sig mætti þörfum þeirra og hvaða ástæður lágu að baki námshléi þeirra. Tvær rannsóknarspurningar lagðar til grundvallar. Þær voru: 1) Hver er reynsla fimm einstaklinga með ágæta námsgetu af námi á unglingastigi grunnskóla og tilfærslu yfir í framhaldsskóla? og 2) Hver er reynsla þessara einstaklinga af námi í framhaldsskóla, hvers vegna hurfu þeir frá námi og hvað varð til þess að þeir hófu nám að nýju?
    Rannsóknin var eigindleg þar sem notuð var narratífa. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm einstaklinga með ágæta námsgetu sem höfðu gert hlé á námi. Helstu niðurstöður voru þær að hvorki grunn- né framhaldsskólinn hafi komið nægilega vel til móts við þarfir nemenda. Misjafnt var eftir viðmælendum hvort það var andlega eða vitsmunalega. Einnig var því ólíkt farið hvernig nemendur réðu við það að hefja nám á nýju skólastigi. Þá kom í ljós að allir einstaklingarnir eru sáttir við skólagönguna sína eins og hún er í dag og að framhaldsskólinn er sveigjanlegri og kemur betur til móts við þarfir nemendanna nú heldur en þegar þeir hófu þar nám að loknum grunnskóla. Einnig kom fram hjá flestum viðmælendum að þeir áttu foreldri/a sem veittu þeim stuðning og að félagslegar aðstæður höfðu áhrif á báðum skólastigum, grunn- og framhaldsskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to study the attitude of students with good learning abilities that nevertheless dropped temporarily out of upper secondary schools. Students were asked how the transition between primary and secondary school went, how each school level met their needs, and why they temporarily dropped-out of school. Two research questions were posed: 1) What is the experience of five individuals with good learning abilities of attending lower secondary compulsory schools and then transferring to upper secondary school? And 2) What is their experience of learning in the upper secondary schools, why did they quit their studies and why did they return back to school and continue further education?
    The research was a narrative study and thus data was collected by interviewing five individuals who had dropped-out of upper secondary school despite good learning abilities. The main findings were that neither lower nor upper secondary schools did adequately meet the needs of students. It did vary between participants, whether it was mental or intellectual. Also, it was different how they managed the transition to a new school level. All of the participants were satisfied with their current education, and that the secondary school was more flexible and met the needs of students’ better now than when they first started after the compulsory school. It was also noted that family support and social conditions had an impact on both school stages, compulsory- and secondary.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flytur trúin fjöll_Frásagnir fimm nemenda af skólagöngu á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla.pdf570.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna