is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15386

Titill: 
  • Stjórnunarhættir í leikskóla : reynsla deildarstjóra af hlutverki sínu og annarra í stjórnendateyminu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu deildarstjóra af stjórnunarhlutverki sínu og stjórnendaháttum annarra stjórnenda innan leikskólans. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við átta deildarstjóra af leikskólum sem höfðu reynslu af því að vinna með öðrum stjórnendum í stjórnendateymi. Leitast var við að fá sýn þeirra og upplifun á hvað mikilvægast er í samstarfi stjórnenda sem vinna saman og sinna stjórnunarhlutverki.
    Helstu niðurstöður sýndu að deildarstjórarnir voru ánægðir með eigin stjórnunarhætti. Þá voru þrír deildarstjórar sem töldu sig vinna vel í samstarfi við aðra stjórnendur og hafa vald til að taka allar ákvarðanir er snúa að þeirra deild. Meirihluti deildarstjóranna töldu sig hafa takmarkað vald sem stöðu þeirra fylgir og voru óvissir um hlutverk sitt sem stjórnendur. Þeir töldu hlutverk sitt vera meira eins og verkstjórar frekar en stjórnendur. Niðurstöður sýndu einnig að meirihluti deildarstjóranna voru óánægðir með valddreifinguna innan stjórnendateymisins og skortur væri á trausti hvað varðar ýmis verkefni. Deildarstjórarnir voru sammála um að þeir sjálfir dreifðu valdi til starfsmanna sinna og samskipti þeirra á milli væru góð. Meirihluti taldi að tímaskortur hamlaði því að þeir næðu að ræða saman um faglegt starf. Deildarstjórar upplifa starfs sitt gefandi þrátt fyrir auknar kröfur og segja þeir að sú reynsla sem þeir hafa öðlast í gegnum árin hafa styrkt þá sem deildarstjóra og sem stjórnendur.
    Lykilorð: Stjórnun, forysta, deildarstjóri,valddreifing, stjórnendateymi

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore the heads department experience of his management role and his experience of other head‘s leadership in the preschool. A qualitative research method was used were eight preschool department heads were interviewed from eight different preschool‘s. All of these department head‘s had the experience of working together with other heads in a team. The goal was to shed light on the heads of department division and their experience concerning the most important thing in a team of heads of department cooperation. The main findings of this research showed that most of the head of department where satisfied with their management. Only three of the department head’s who believed that they work well with other managers and have empowered to take all decisions turn to their department. The majority of department administrators had a limited power that their positions were included and uncertainty about their role as managers. They believed that their authority was limited concerning their role as leaders. They also thought that their role as head of department was more like a foreman rather than leaders.
    Findings of this study did also show that most of head of department were not satisfied with the power distribution and a lack of trust inside the head of department team. The department head‘s did agree that they distributed power to their employees by themselves and the communication between them was good. Most of the department head‘s thought that lack of time inhibited their professional work as a team. The department head‘s did find their job rewarding despite growing requirements, the job experience has helped them growing as a better head of department and as a leader.
    Key concepts: management, leadership, head of department, power distribution, management team

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.7.2014.
Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bryndís.loaritgerð leið.pdf976.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna