is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15391

Titill: 
  • Þéttbýlismyndun og byggðaþróun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni mínu tek ég fyrir þéttbýlismyndun og byggðaþróun á Íslandi sem var mjög ör á seinustu öld. Mestur hluti Íslendinga býr nú á þéttbýlum stöðum sem er mikil breyting frá bændasamfélaginu sem ríkti fyrir einni öld. Atvinnuhættir hafa breyst frá landbúnaði yfir í sjávarútveg og svo yfir í þjónustu og tæknistörf. Samhliða þessu breyttist byggð á Íslandi frá dreifbýlu bændasamfélagi, yfir í marga litla sjávarbyggðakjarna og svo í stóran þéttbýliskjarna þar sem stærstur hluti Íslendinga býr. Með þessari þéttbýlisvæðingu hafa lítil þorp sem áður byggðu á sjávarútvegi átt undir högg að sækja og hafa sum hver reynt að sameinast til að halda styrk. Þar má nefna Ólafsfjörð og Siglufjörð sem sameinuðust í sveitarfélagið Fjallabyggð. Í þessari lokaritgerð verður viðhorf íbúa Fjallabyggðar til sameiningar skoðað. Haustið 2012 var lögð fyrir bæjarbúa könnun þar sem þeir voru spurðir álits á sameiningunni. Helstu niðurstöður eru þær að mörgum íbúum byggðarlaganna finnst ekki mikið til sameiningarinnar koma og flestum þykir halla á sitt gamla bæjarfélag. Einnig virðist gamall rígur hafa komið aftur upp á yfirborðið milli Siglfirðinga og Ólafsfirðinga og finnst flestum minna til hinna koma.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þéttbýlismyndun og byggðaþróun á Íslandi.pdf238.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna