is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15392

Titill: 
  • Samanburður á staðbundinni deyfingu og utanbastsdeyfingu eftir heildar hnéskiptiaðgerðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samanburður á staðbundinni deyfingu og utanbastsdeyfingu eftir heildar hnéskiptiaðgerðir
    Björn Már Friðriksson1, Halldór Jónsson jr1,2
    1) Læknadeild Háskóla Íslands, 2) Bæklunarskurðdeild Landspítala Fossvogi
    Inngangur: Heildar hnéskiptiaðgerðir eru með algengustu bæklunarskurðaðgerðum sem gerðar eru á Landspítalanum, og hefur fjöldi þeirra farið vaxandi síðustu ár. Sértæk verkjameðferð eftir aðgerðina hefur lengi verið utanbastsdeyfing í stöðugu dreypi, eða „Epidural analgesia“ (EDA), en árið 2007 var alfarið skipt yfir í staðbundna deyfingu, eða „Local Infiltration Analgesia“ (LIA). Vitað er um einungis tvær rannsóknir sem bera saman árangur deyfinganna tveggja eftir hnéskiptiaðgerðir.
    Tilgangur og markmið: Að rannsaka hvort hin nýja LIA deyfing hafi haft í för með sér betri meðferð og líðan sjúklinga miðað við þá sem fengu utanbastsdeyfingu eftir heildar hnéskiptiaðgerðir.
    Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir heildar hnéskiptiaðgerð á árunum 2004-2006 (n=363) annars vegar (EDA), og 2008-2010 (n=598) hinsvegar (LIA). Upplýsingar voru unnar upp úr Sögukerfi Landspítalans og pappírssjúkraskrám. Voru hóparnir tveir bornir saman með tilliti til legutíma, undirbúningstíma fyrir aðgerð, notkunar á verkjalyfjum, lífsmarka, blóðgjafa, lungnablóðreka og enduraðgerða vegna sýkinga.
    Niðurstöður: Í LIA hópnum er undirbúningstími fyrir aðgerð 22 mín. styttri (p<0,001); legutími styttist um tvo daga (p<0,001); tíðni blóðþrýstingsfalls eftir aðgerð er lægri í LIA hópnum [11,4% í EDA vs 5,40% í LIA, p=0,001]; tíðni blóðgjafa í LIA hópnum er lægri [26,5% vs 12,0%, p<0,0001]; tíðni lungnablóðreks er lægri í LIA hópnum [2,75% í EDA vs 0,84% í LIA, p=0,02]; tíðni enduraðgerða vegna sýkinga er lægri í LIA hópnum [1,10% í EDA vs 0,5% í LIA, p=0,29]. Miðgildi notkunar ópíóíða í milligrömmum er lægri í EDA hópnum [100 í EDA vs 125 í LIA, p<0,0001]. Miðgildi ópíóíðnotkunar í EDA hópnum fyrir hvert ár er 64, 99 og 141 (p<0,0001), en miðgildi hennar í LIA hópnum fyrir hvert ár eru 135, 113 og 132 (p=0,029).
    Ályktanir: Meðferð sjúklinga eftir heildar hnéskiptiaðgerðir batnaði LIA hópnum samanborið við EDA hópinn með tilliti til styttri legutíma og færri fylgikvilla í kjölfar aðgerðar. Vegna mikils breytileika í ópíóíðanotkun í EDA hópnum milli ára er ekki hægt að draga ályktun um hvor aðferðin veiti betri verkjastillingu.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LIA_FINAL_BMF.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna