is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15408

Titill: 
  • Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er oftast beitt við útbreiddum kransæðasjúkdómi og/eða þrengslum í höfuðstofni vinstri kransæðar. Flestir sjúklinga eru komnir hátt að sjötugu og gera má ráð fyrir að yfir 97% þeirra lifi aðgerðina. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), bæði hvað varðar snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun.
    Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimmtugu, m.a. hvað varðar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, snemmkomna fylgikvilla, legutíma og dánarhlutfall innan 30 daga. Einnig var lifun skoðuð með aðferð Kaplan-Meier..
    Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms (háþrýstingur, blóðfitu-röskun, reykingar, sykursýki og líkamsþyngdarstuðull) voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga var marktækt lægra en þeirra eldri (52% sbr. 55%, p<0,01), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% sbr. 27%, p=0,03) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% sbr. 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvillar (gáttatif, aftöppun fleiðruvökva, grunnar skurðsýkingar, o.fl.) var lægri hjá yngri sjúklingum (30% sbr. 50%, p<0,01), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% sbr. 35%, p<0,01). Einnig blæddi þeim minna á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð (853 ml sbr. 999 ml, p=0,02) og blóðgjafir voru færri (1,3 sbr. 2,8 ein, p<0,01). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (11% sbr. 15%, p=0,3) eða dánartíðni innan 30 daga (1% sbr. 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega 2 dögum styttri en þeirra eldri (p<0,01). Sjúdómssértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (95,5% sbr. 90% fimm ára lifun, p=0,06).
    Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru fátíðari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómssértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
cabg-LindaOskArnadottir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna