is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15418

Titill: 
  • Hugurinn skiptir mestu máli : fyrirbærafræðileg rannsókn á mikilvægi hugrænna þátta í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttasálfræði hefur á seinni árum verið að ryðja sér til rúms og koma meira í umræðuna og hefur sennilega aldrei verið vinsælli. En hvað þarf til að ná langt í íþróttum? Er nóg að hafa einungis líkamlega hæfileika eða þarf hugurinn líka að vera í lagi? Í þessari rannsókn er gerð grein fyrir þeim þáttum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhrif á árangur í íþróttum. Rannsóknarspurningarnar voru: Hver er upplifun vaxtarræktarmanna á hugrænni færni í íþrótt sinni? Og einnig: Skipta hugrænir þættir meira máli en líkamlegir til árangurs? Rannsóknin hafði þann tilgang að dýpka og auka skilning á fyrirbærinu. Eigindleg viðtöl voru tekin við þrjá vaxtarræktarmenn í apríl 2013. Þátttakendur voru á aldrinum 23-40 ára. Bæði viðtölin og eftirvinnslan voru unnin eftir aðferðum Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Meginþemun sem komu fram voru: mikilvægi andlegu hliðarinnar, líkamsímynd og sjálfstraust, mikilvægi skynmynda, álag og streita. Niðurstöður sýndu að þátttakendur töldu hugræna þætti mjög mikilvæga og þeir þyrftu að vera til staðar til að ná langt. Bæði andlegir og líkamlegir þættir spila mikilvæg hlutverk í árangri í íþróttum. Ljóst er að enginn verður góður íþróttamaður með því að þjálfa einungis hugræna færni og sleppa líkamlegu þáttunum. Sá sem vill ná langt ætti að leggja stund á hugræna þætti samhliða þeim líkamlegu.

  • Útdráttur er á ensku

    Sport psychology has been growing recently and is becoming a more widespread in the public discussion and probably has never been as popular as it is today. But what does it take to succeed in sports? Is it enough to have the right body attributes or does the mind have a role in it? This research demonstrates what studys have been showing in regards to what is needed to succeed in sports. The research questions were: What is the experience of bodybuilders on their cognitive skills in their sport? and: Are cognitive factors more important than physical attributes in order to succeed in sports? The study had the purpose to deepen and increase the understanding of the phenomenon. Qualitative research was done where three bodybuilders were interviewed in April 2013. Participants were between the age of 23-40 years old. All the interviews and the process of the data was done by the method of Vancouver school of doing phenomenology. The main themes that were observed were: The importance of the cognitive skills, body image and self-esteem, the importance of visualization, strain and stress. The results showed that participants believed cognitive skills very important. Both mental and physical factors play an important role in achieving success in sports. It is clear that no one will become an great athlete by only training their mind. Anyone who wants to achieve success should study the cognitive aspects with the physical.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugurinn skiptir mestu máli.pdf396.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna