is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15421

Titill: 
  • Félagslegur stuðningur og andleg líðan í kjölfar efnahagsþrenginganna á Íslandi 2008: Framsýn ferilrannsókn
  • Titill er á ensku Social support and mental well-being following the economic collapse in Iceland 2008: A prospective cohort study
Útdráttur: 
  • Efnahagsþrengingar geta haft fjölþættar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjárhagslegar, líkamlegar, andlegar og félagslegar. Lítið er vitað um áhrif félagslegs stuðnings á samband efnahagsþrenginga og andlegrar heilsu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna breytingar á félagslegum stuðningi frá árinu 2007 (fyrir efnahagsþrengingarnar á Íslandi 2008) til ársins 2009 (í efnahagsþrengingunum) og einnig áhrif félagslegs stuðnings á samband efnahagshrunsins á streitu og þunglyndiseinkenni. Rannsóknin var framsýn ferilrannsókn sem náði til 3621 einstaklings sem svaraði spurningalistanum Heilsa og líðan Íslendinga bæði árið 2007 og 2009 um margvíslega heilsutengda þætti, s.s. upplifaðan félagslegan stuðning, streitu og einkenni þunglyndis. Upplifaður félagslegur stuðningur, bæði traust til nákominna og aðgengi að aðstoð frá nákomnum, var metinn með frumsömdum spurningum. Streita var metin með streitukvarðanum PSS-4 (Perceived Stress Scale) og einkenni þunglyndis með WHO-5 kvarðanum (WHO-five Well-being Index). Félagslegur stuðningur jókst milli 2007 og 2009 [traust: 41.29 - 44.32%; p=0.021 │ hjálp: 45.04 - 48.91%; p=0.001]. Streita [traust: aOR = 1.81; 95% CI 1.15 – 2.85 | hjálp: aOR = 3.13; 95% CI 2.01 – 4.86] og þunglyndiseinkenni [traust: aOR = 1.73; 95% CI 1.27 – 2.35 | hjálp: aOR = 2.05; 95% CI 1.48 – 2.82 ] jukust marktækt meðal þeirra einstaklinga sem höfðu minni félagslegan stuðning árið 2009 samanborið við árið 2007. Þunglyndiseinkenni jukust einnig meðal þess hóps sem hafði lítinn félagslegan stuðning bæði árið 2007 og 2009. Streita jókst einnig meðal þess hóps sem hafði góðan félagslegan stuðning (traust) bæði árið 2007 og 2009. Á hinn bóginn þá var gagnlíkindahlutfall (odds ratio) á þunglyndiseinkennum hærra hjá þeim sem höfðu aukinn félagslegan stuðning (hjálp) milli ára [aOR= 0.71; 95% CI 0.53 – 0.96] en samsvarandi niðurstöður varðandi streitu reyndust ekki marktækar. Niðurstöður þessar benda til þess að upplifaður félagslegur stuðningur hafi aukist í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að breytingar á upplifuðum félagslegum stuðningi í efnahagsþrengingum hafi áhrif á þróun andlegrar vanheilsu, þá sérstaklega þunglyndiseinkenna. Frekari rannsókna er þörf til að kanna langtímaafleiðingar efnahagsþrenginga á andlega heilsu og einnig þátt félagslegs stuðnings í þessu sambandi.

  • Útdráttur er á ensku

    An economic crisis has the potential to affect multiple aspects of well-being: financial, physical, psycho-social. Few studies have used individual-level data to prospectively investigate changes in social support in the aftermath of economic crises. This study investigated levels of perceived social support before and after the economic collapse in Iceland in 2008 and its potential modifying role on the association between the economic collapse and mental well-being. A nationally representative prospective cohort of 3621 Icelanders answered the health related questionnaire Health and Well-being of Icelanders in both 2007 and 2009. Perceived social support was measured with two four-item questions on perceived trust and available help from others. Psychological stress was measured with the Perceived Stress Scale 4 (PSS-4) and depressive symptoms with the WHO-five Well-being Index (WHO-5). Results indicated that perceived social support generally increased between 2007 and 2009 [trust: 41.29 - 44.32%; p=0.021 │ help: 45.04 - 48.91%; p=0.001]. Individuals experiencing a decrease in social support between 2007 and 2009 had increased odds of psychological stress [trust: adjusted odds ratio (aOR) = 1.81; 95% CI 1.15 – 2.85 | help: aOR = 3.13; 95% CI 2.01 – 4.86] and depression [trust: aOR = 1.73; 95% CI 1.27 – 2.35 | help: aOR = 2.05; 95% CI 1.48 – 2.82 ] in 2009. A similar trend in depressive symptoms was seen for individuals reporting low social support in both 2007 and 2009. Individuals reporting high social support in both 2007 and 2009 (trust) had increased odds of psychological stress. On the other hand, individuals reporting an increase in social support (help) between 2007 and 2009 had reduced odds of depressive symptoms [aOR= 0.71; 95% CI 0.53 – 0.96] but not in symptoms of psychological stress. Our findings incidate that alterations in perceived social support at times of national economic hardship is an important determinant of mental health, particularly depressive symptoms. Further research is needed to advance knowledge of mental health consequences of economic downturns in the long run and to characterize the modifying role of social support.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Social support and mental well-being following the economic collapse in Iceland 2008 - A prospective cohort study.pdf867.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna