is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15426

Titill: 
  • Greining DNA skemmda í frystum og ófrystum stofnfrumueiningum og einkjarnafrumum úr heilblóðseiningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Eigin stofnfrumuígræðsla (ESFÍ) er meðferð sem byggir á blóðmyndandi stofnfrumum úr blóði sjúklings. Stofnfrumueiningar eru frystar í dímetýlsúlfoxíðlausn (DMSO), við -156°C, fram að inngjöf. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um erfðaefnisskemmdir í stofnfrumueiningum. Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er aðferð sem greinir margvíslegar erfðaefnisskemmdir í flóknum kjarnsýrusýnum, m.a. einþátta- og tvíþáttbrot sem og myndun skemmda sem valda bogamyndun á DNA sameindum eða afmyndun í einþátta DNA. Markmið rannsóknar var að greina erfðaefniskemmdir í ferskum og frystum frumum, með 2D-SDE, úr ESFÍ sjúklingum (stofnfrumugjöfum) og heilbrigðum blóðgjöfum.
    Efniviður og aðferðir: Efniviður rannsóknar var þríþættur: 1) einkjarnafrumur úr heilblóðsgjöfum fyrir og eftir frystingu (n=6), 2) einkjarnafrumur úr stofnfrumueiningum fyrir og eftir frystingu (n=2), og 3) einkjarnafrumur úr blóðsýnum stofnfrumugjafa tekin fyrir söfnun. Erfðaefni var einangrað úr hverju sýni og 2D-SDE greining gerð til þess að greina og mæla erfðaefnisskemmdir.
    Niðurstöður: Ekki varð greinanleg aukning á erfðaefnisskemmdum við frystingu á frumum frá heilblóði eða stofnfrumueiningum. Magn erfðaefnisskemmda í ófrystum einkjarnafrumum frá heilblóðsgjöfum reyndist mjög mismunandi, tvö sýni voru nánast óskemmd en í fjórum sýnum greindust hins vegar meiri erfðaefnisskemmdir (bognar sameindir og/eða einþátta brot) en vænst var. Í blóðsýnum frá ESFÍ sjúklingum greindust ólíkar tegundir skemmda, bognar DNA sameindir hjá öðrum sjúklingnum en hjá hinum tvíþátta brot.
    Umræður: Niðurstöður úr blóðsýnum ESFÍ sjúklinga má mögulega rekja sértækt til lyfjameðferðar sem gefin var 9-10 dögum fyrir sýnatöku. Áhugavert væri að rannsaka það frekar m.t.t. rótunar í kjölfarið á ígræðslu og árangur meðferðar. Samkvæmt okkar niðurstöðum virðist frysting á einkjarnafrumum ekki valda greinilegri aukningu á erfðaefnisskemmdum. Skemmdir sem greindust í ófrystum frumum úr heilblóði gætu endurspeglað að „buffy coat“ einingar, sem frumurnar voru einangraðar úr, eru geymdar yfir nótt við herbergishita sem er stöðluð aðferð við vinnslu á blóðflögueiningum.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining_DNA_skemmda_i_stofnfrumueiningum_og_einkjarnafrumum.pdf597.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna