is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15438

Titill: 
  • Endurnýting á kirkjubyggingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég endurnýtingu á kirkjum, hvað geri bygginguna að heilögu rými og hvort hægt sé að fjarlægja þann eiginleika og hverju getur heilagt rými, kirkjubygging, þjónað í dag. Fyrst er litið á hvað kirkjubygging er í raun og reynslu Evrópu af endurnýtingu á slíkum byggingum. Þróun þessara mála í Þýskalandi er skoðuð og farið yfir regluverk sem evangelíska lútherska kirkjan hefur sett niður um endurnýtingu á sínum kirkjum. Einnig eru skoðuð 3 ólík dæmi frá Þýskalandi um kirkjur sem hafa verið endurnýttar á einhvern hátt. Í kjölfarið er litið til Íslands og saga okkar skoðuð með tilliti til þessara hluta. Þar eru dæmi um margskonar notkun á kirkjum fyrr á tímum nefnd. Í framhaldi af þeirri umfjöllun lít ég á hvernig Þjóðkirkjan hefur tekið á málum um endurnotkun á kirkjum hér á landi og þær starfsreglur sem tengjast þeim málum. Loks eru þrjú dæmi um afhelgaðar kirkjur á Íslandi skoðuð og þeim gerð skil. Þetta eru gamla Stöðvarfjarðarkirkja sem í dag er gistiheimili, gamla Eskifjarðarkirkja sem stendur auð en ætlanir eru um að breyta í íbúðarhús og gamla Blönduóskirkja sem í dag er einskonar gallerí. Í lok ritgerðarinnar er svo samantekt þar sem niðurstöður ritgerðarinnar eru teknar saman.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rosa_Thorunn_Hannesdottir_Arkitektur.pdf3.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna