is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15439

Titill: 
  • Forsmíðaðar einingabyggingar og möguleikar þeirra til sjálfbærari byggingaraðferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í dag er það orðin almenn vitund að nauðsynlegt er að leita leiða til að minnka neikvæð áhrif okkar á umhverfið. Svo virðist sem arkitektar séu að enduruppgötva byggingaraðferðir sem í senn geta verið ódýrari, einfaldari og hagstæðari fyrir náttúruna. Meðal þeirra eru forsmíðaðar einingabyggingar, sem hafa marga kosti umfram aðrar þegar kemur að hagkvæmum, ódýrum og sjálfbærum lausnum.
    Oft hefur verið talið að forsmíðuð hús muni leiða til einhæfni og stöðnunar. Í raun eru mörg einingahús einsleit, illa byggð og liggja fljótt við skemmdum. En þrátt fyrir það eru fordómar gagnvart verksmiðjuframleiddum húsum ekki á rökum reistir. Stafa þeir m.a. af þeirri mýtu að hvert hús þurfi að vera einstakt og sérhannað fyrir eiganda þess og umhverfi. Dæmin sýna að sú kenning að forsmíðuð hús megi ekki aðlaga að umhverfi sínu og aðstæðum er ekki sönn. Vel er hægt að hanna nokkrar gerðir eininga fyrirfram, sem síðan eru settar saman eftir því sem umhverfið og þarfir notandans kalla á hverju sinni . Staðurinn er alltaf einstakur, en kerfið er aðlagað að því og vel má þróa slík kerfi ennþá lengra með sjálfbærni og fagurfræðileg atriði í huga.
    Forsmíðaðar einingabyggingar geta verið fallegar og hentað við flestar aðstæður – einnig á Íslandi. Þær lausnir sem slíkar byggingar fela í sér eru sérstaklega hentugar í landi með svo fjölbreytta, ósnortna náttúru. Nú er einmitt þörfin og tækifærið fyrir nýjar leiðir og nýjustu dæmin gefa til kynna að íslenskir arkitektar séu sumir hverjir að uppgötva kosti sjálfbærra einingabygginga. Með því að kyngja stoltinu og sjá snilldina í þessum kerfum, gætu arkitektar nýtt sér byggingaraðferðir þeirra og þróað þær enn lengra í vistvæna átt.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SIGRUN HARPA BA.pdf4.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna