is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15440

Titill: 
  • Fjölbýlishús : frá griðarstað til borgar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um fjölbýlishús þar sem lögð er áhersla á rýmið á milli griðarstaðs og borgar. Farið er yfir sögu fjölbýlishúsa frá upphafi módernismans og hugmyndafræði Le Corbusier skoðuð í því samhengi. Fjallað er um innra rými fjölbýlishúsa og andrými þeirra. Leitast er við að skilja eðli þessara rýma, flæðið um þau og í hverju gæði þeirra og vankantar liggja. Reynt er að svara þeirri spurningu hvað gerist á mörkum einkarýmis og ytra borgarumhverfis. Til að öðlast frekari skilning á borgarrýminu þá er hugmyndafræði helstu borgarskipulagshugsuða síðusta aldar skoðuð.
    Gagnrýnin felst í því að fjölbýlishúsið og ytra umhverfi þess hefur ekki verið endurhugsað að neinu raunverulegu marki frá tímum módernismans. Nýir tímar og auknar kröfur um gæði kalla hins vegar á róttæka endurskoðun á hugmyndum okkar um fjölbýlishús, bæði í litla samhengi einkarýmisins og sameignar og stóra samhengis borgarinnar.
    Framtíð borga felst í þéttingu byggðar og eru fjölbýlishús grundvallaratriði í að gera þá þróun mögulega. Líta verður á fjölbýlishús sem framtíðarheimili borgarbúa og leggja alúð við hönnun þeirra. Það verður að upphefja þennan byggingarmáta og ná fram öllum mögulegum gæðum þess í stað þess að halda áfram að fylgja aldargamalli forskrift.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðSolveigGunnarsdottir.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna