is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15441

Titill: 
  • Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannslíkami og rými eru hugtök sem hver einstaklingur tilheyrir ávallt. Fyrsta og fremsta rými hverrar manneskju er líkami hennar, síðan tilheyrir líkaminn ytra rými sínu. Það rými sem líkaminn dvelur í tilheyrir svo enn öðru rými og þannig byggist upp flókið kerfi rýma sem fyllir heiminn allan. Í þessari ritgerð eru hugtökunum mannslíkami og rými gerð skil og samspil þeirra rannsakað.
    Samspil mannslíkama og rýmis felur í sér samspil rýmissköpunar arkitektsins og þess hvernig mannslíkaminn tekst á við rýmið. Hver einstaklingur hefur ákveðnar skynjanir til þess að meta og upplifa rými. Með því að þekkja líkama sinn, hreyfingar hans og þarfir öðlast manneskjan fleiri verkfæri til þess að skynja og upplifa. Eins öðlast manneskjan meiri meðvitund fyrir umhverfi sínu sé hún opin fyrir því og hafi vilja til þess að vera sveigjanleg og upplifa nýja staði.
    Arkitektúr er fag sem fjallar um umhverfi mannsins í daglegu lífi. Maðurinn hannar umhverfi sitt svo það sé sem hentugast fyrir mannslíkama að lifa og hrærast í. Hentugleikinn snýst um það hversu gott samspil sé á milli mannslíkamans og rýmisins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr.pdf4.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna