is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15454

Titill: 
  • Lausn undan valdi tungumáls og merkingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um hvernig vald menningarstrauma liðinna alda hefur haft tangarhald á leikhúsi okkar daga. Hvernig þessir megin menningarstraumar tvinnast saman við „ósýnilegt “ valdakerfi tungumálsins. Hvernig valdastraumar ríkjandi menningar hafa og byggt upp hugmyndir okkar um allt milli himins og jarðar, mótað jafnvel sýn okkar á það sem við teljum vera raunverulegt, eða gott eða jafnvel vont. Tekin eru dæmi af þremur sviðlistamönnum og athugað hvernig þetta valdakerfi birtist þeim og hugmyndir þeirra um hvernig hægt er að losa leikhúsið undan þessi menningarlega valdi mældar út.
    Í fyrsta hlutanum er lagt út frá hugmyndum Carmelo Bene og Gillez Deleuze um minniháttar- og meiriháttar menningu og tungumála og hvernig meiriháttar menningin gnæfir yfir hinu minnimáttar og hvað leiðir Bene fann til að höggva í það vald, „aflimanir” hans á texta stórskáldsins Williams Shakespeare sérstaklega teknar út .
    Annar kafli ritgerðarinnar er tileinkaður Antonin Artaud og hverfist að mestu leyti um Stefnuyfirlýsingu hans um leikhús grimmdarinnar. Þar er ennfremur farið í saumana á hvar gagnrýni hans á það sem hann kallaði sálfræðilega leikhúsið. Fjallað er um hvernig fyrir honum kom fyrir sjónir stöðnuð staða leikhússins og andstaða hans við, eins og Bene, textann sem alræðisvald í leikhúsinu.
    Í Þriðja kaflanum er athyglinni svo beint að nútímanum og tekinn fyrir Ítalski sviðslistahópurinn Socíetas Raffaello Sanzio. Þróun kenninga þeirra um óvirkni harmleiksins í nútímasamfélagi og sérstaklega skoðað hvernig þau sköpuðu nýtt upphaf, nýja leið til að geta harmleikinn.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kláruð ritgerð.pdf151.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna