is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15464

Titill: 
  • Almenn geðheilsa þolenda snjóflóðanna á Vestfjörðum 1995, 3 - 14 mánuðum eftir hamfarirnar
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort almenn geðheilsa þolenda snjóflóðanna á Flateyri og í Súðavík á Vestfjörðum 1995, 3-14 mánuðum eftir hamfarirnar væri marktækt verri en almenn geðheilsa íbúa Raufarhafnar og Þingeyrar sem ekki búa við snjóflóðahættu. Auk þess var kannað hvort áfengisneysla og reykingar væru algengari á meðal þolendanna. Einnig var almenn geðheilsa þolenda snjóflóðsins á Flateyri 3-4 mánuðum eftir flóðið þar borin saman við við almenna geðheilsu þolenda snjóflóðsins í Súðavík 12-14 mánuðum eftir flóðið þar. Svör þátttakenda á General Health Questionnaire (GHQ-30) sem metur almenna geðheilsu og skimar fyrir einkennum geðvanda (>39 stig á GHQ-30) ásamt lýðfræðilegum og heilsufarslegum upplýsingum voru notaðar í rannsókninni. Mikilvægustu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þolendur snjóflóðanna upplifðu marktækt verri almenna geðheilsu en íbúar Raufarhafnar og Þingeyrar (M=31,9 SF=12,6, miðað við M=28,4, SF=11,3, p<0,01) og voru þolendur hlutfallslega líklegri til að neyta áfengis (78%, miðað við 67%, p<0,05) og að hafa aukið reykingar á s.l. ári (63%, miðað við 17%, p<0,05). Hlutfallslega fleiri þolendur snjóflóðsins á Flateyri voru með einkenni geðvanda (>39 stig á GHQ-30) 3-4 mánuðum eftir snjóflóðið þar, miðað við þolendur snjóflóðsins í Súðvík 12-14 mánuðum eftir snjóflóðið þar (28%, miðað við 15%, p<0,05). Kvenkyns þolendur snjóflóðanna voru marktækt líklegri til að upplifa verri almenna geðheilsu, miðað við karlkyns þolendur snjóflóðanna (M=33,6, SF=11,5, miðað við M=29,6, SF=13,5, p<0,01) og voru þær tvöfalt líklegri til að eiga við einkenni geðvanda í kjölfar snjóflóðanna en karlkyns þolendur (OR=2,4, 95% CI = 1,06 – 5,5), p<0,05).

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún_Dröfn.pdf500.82 kBOpinnPDFSkoða/Opna