is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15467

Titill: 
  • Sjónkerfið og grafísk miðlun upplýsinga : lífeðlisfræðileg virkni sjónkerfisins frá sjónarhorni grafískrar hönnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skilgreining okkar á heiminum byggir sterklega á því hvernig við upplifum hann í gegnum sjónsvið okkar. Inn á milli ýmissa eðlilegra skilgreininga á skynjun okkar birtast ýmis sjónræn fyrirbæri í formi sjónrænna skynvillna. Þær skynvillur eru birtingamyndir lífeðlisfræðilegra og vitsmunalegra rangtúlkanna sjónkerfisins á umhverfi okkar en virðast samt sem áður oft stangast á við það sem okkur er kunnugt um raunveruleika okkar.
    Í þessari ritgerð er sjónræn skynjun einstaklingsins könnuð út frá lífeðlisfræðilegum forsendum, þ.e. hvernig augu og heili skynja form og liti, og þá sérstaklega hvernig heilinn myndar form og hluti sem eru í raun ekki til staðar. Ég mun þá skoða hið sjónræna ferli í heild sinni, frá anatómíu augans að lífeðlisfræðilegu sambandi þess við heilann og þeim svæðum hans sem tengjast sjónrænni skynjun, sem og úrvinnslu upplýsinga, túlkun, minni og tilfinningum.
    Einnig er fjallað í ritgerðinni um helstu tegundir sjónrænna skynvillna og líffræðilegar ástæður þeirra. Notkun skynvillna og birtingarmyndir þeirra í hönnunar- og listasögunni verður greind ásamt því að fjallað verður um hvernig einstaklingurinn greinir myndefni og upplýsingar út frá kenningum taugavísindamanna. Þá verður virkni sjónkerfisins skoðað út frá sjónarhorni grafískrar hönnunar, það athugað hvort að dýpri skilningur á því komi að notum í starfi grafíska hönnuðarins og hvort það sem við vitum um hegðun sjónkerfisins geti varpað ljósi á einhverjar þær leikreglur fagsins sem hafa þróast í gegnum aldirnar.
    Niðurstöður þessara rannsókna sýna fram á hönnuðir og listamenn hafa notast við sjónvillur og áhrif þeirra bæði á meðvitaðann og ómeðvitaðan hátt í sköpun sinni í gegnum mannkynssöguna til þess að gæða myndefni sín meira vægi. Einnig verður sýnt fram á að talsverð líkindi eru milli eðlislegrar hegðunar sjónkerfisins og þeirra hefða sem hafa skapast í verklagsreglum grafískrar hönnunar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífeðlisfræðileg virkni sjónkerfisins frá sjónarhorni grafískrar hönnunar.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna