is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15476

Titill: 
  • Tengsl lýðfræðilegra þátta og eðli kynferðisbrots við nýtingu á sálfræðiþjónustu á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
Útdráttur: 
  • Samkvæmt rannsóknum virðast þolendur kynferðisofbeldis ekki nýta sér vel þá sálfræðiþjónustu sem í boði er í kjölfar slíks áfalls. Mikilvægt er að finna út hvort og þá hvernig hægt er að auka þjónustunýtingu þessa hóps, þar sem afleiðingar kynferðisofbeldis eru víðtækar og alvarlegar. Ein afleiðingin getur verið áfallastreituröskun en sú röskun getur að miklu leyti skert lífsgæði þolenda. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl lýðfræðilegra þátta og eðli kynferðisbrots við nýtingu á sálfræðiþjónustu á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis með von um að slíkar upplýsingar geti nýst meðferðaraðilum til að auka þjónustunýtingu þessa hóps. Þátttakendur voru allir þolendur (n=480) sem leituðu á Neyðarmóttökuna á árunum 2007 til 2010 og rannsóknin var unnin upp úr sjúkraskrám þolenda. Helstu niðurstöður voru að 71,5% (n=343) þeirra sem leituðu á Neyðarmóttökuna þáðu símtal frá sálfræðingi og 64,2% (n=308) af öllum sem leituðu á Neyðarmóttökuna þáðu einhvers konar úrræði. Alls 25% (n=120) var vísað í annað úrræði en 39,1% (n=188) fengu sálfræðiþjónustu á vegum Neyðarmóttökunnar. Þeir sem voru námsmenn og þeir sem voru með atvinnu voru líklegri til að þiggja símtal en þeir sem ekki voru með atvinnu. Íslendingar voru líklegri til að þiggja símtal en þeir sem voru af öðru þjóðerni. Þeir sem höfðu orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi voru líklegri en þeir sem höfðu orðið fyrir vægu/miðlungs alvarlegu kynferðisofbeldi til að þiggja símtal og þeir sem ekki höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi voru líklegri til að þiggja símtal en þeir sem höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Einnig voru þeir sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu eins geranda líklegri til að þiggja símtal en þeir sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fleiri gerenda. Mikilvægt er að skoða betur hvernig hægt er að fá þá hópa sem eru ólíklegri til að þiggja þjónustu sem í boði er, til þess að þiggja hana.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd Hanna Maria - Skemman, pdf.pdf414.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna