is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15478

Titill: 
  • Óbylgjan : saga og greining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óbylgjan eða No Wave er ekki auðgreinanleg stefna með skýra skilgreinda þætti svipað mörgum öðrum stefnum í listum. Hún á rætur sínar að rekja til New York
    borgar í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Þá var ástandið í New York allt annað en í dag og var þá vægast sagt slæmt. Flestir tónlistar- og kvikmyndagerðarmenn Óbylgjunnar voru upprunalega listamenn sem höfðu unnið með málverk, skúlptúr og gjörningalist. Að þeirra mati var það hins vegar tónlistarsenan í New York sem var meira lifandi og spennandi en listasena þess tíma. Þeir töldu hana vera opnari fyrir rótækum hugmyndum.
    Fútúristinn, myndlistarmaðurinn og tónskáldið Luigi Rusollo lýsir sögu óhljóða (e. noise) í mannkynssögunni, allt frá nítjándu öld þar sem hann segir óhljóðin verða fyrst til með vélvæðingunni. Eftir ýmsar byltingakenndar uppfinningar verður síðan til mishljómur og nútímatónlist fær í kjölfarið skilgreinandi einkenni sem afsprengi vélvæðingarinnar og óhljóðanna sem henni fylgdu. Rusollo talar þá um hvernig nútímatónlist einkennist nú af skerandi og „skrítnum“ hljóðheimi. Frammúrstefnan (e. avant-garde) stendur einmitt fyrir það að þrýsta á mörk þess sem telst vera viðurkennt – hugmyndir, tækni eða aðferðir. Áhrif þessara vangavelta um óhljóð og frammúrstefnuna má greina í Óbylgjunni.
    Tónlistarmaðurinn Brian Eno var fljótur að átta sig á að eitthvað nýtt og spennandi mátti greina hjá nokkrum hljómsveitum sem störfuðu á þessum tíma í austurhluta New York borgar, undir lok áttunda áratugarins. Eitthvað sem einkenndi ekki aðrar tónlistasenur. Ákafur til að skrá þessa nýju hreyfingu í sögubækurnar sannfærði hann Island útgáfufyrirtækið um að taka upp safnplötu með hljómsveitunum og vildi hann hafa yfirumsjón með verkefninu. Þetta samfélag listamanna sem starfaði í austurhluta borgarinnar á seinni hluta áttunda áratugarins sló í gegn. List þeirra og tónlistarsköpun dreifðist hratt út, enda var senan árásargjörn og hvatvís. Senan skildi síðan eftir sig ýmsar ósvaraðar spurningar og óútkljáða spennu. En hún skildi einnig eftir sig áhugaverðar hugmyndir sem listamenn okkar daga halda áfram að rannsaka og skoða.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓBYLGJAN.pdf292.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna