ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15482

Titill

Bláæðasegamyndun hjá konum á meðgöngu og sængurlegutíma á Landspítala 2000-2012

Skilað
Júní 2013
Útdráttur

Inngangur: Bláæðasegamyndun er samheiti yfir segamyndun í djúpum bláæðum og mögulega lífshættulega afleiðingu þess, segarek til lungna. Á meðgöngu og sængurlegutíma eru konur í margfaldri áhættu vegna aukinnar blóðstorkugetu. Hækkaður líkamsþyngdarstuðull og rúmlega geta meðal annars aukið enn frekar áhættuna. Sjaldgæfari eru áunnar og arfgengar segahneigðir eða fyrri bláæðasegamyndun.
Markmið: Að lýsa nýgengi bláæðasegamyndunar í konum á meðgöngu og sængurlegu á Landspítala, skoða algengi áhættuþátta og að meta hvort fyrirbyggjandi meðferð hefði verið viðeigandi samkvæmt nýjum klínískum leiðbeiningum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn fyrir tímabilið 1. janúar 2000 til 31. desember 2012. Í rannsókninni voru allar konur sem fæddu á Landspítalanum og höfðu fengið bláæðasegagreiningu tengda meðgöngu. Konur voru útilokaðir ef greiningin var ekki tengd meðgöngu, ef meðgöngu lauk ekki á Landspítalanum eða ef myndgreining staðfesti ekki greininguna. Áhættuþættir á meðgöngu og sængurlegu voru bornir saman með Fisher‘s exact prófi.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru 40456 fæðingar á Landspítalanum og 34 konur myndgreindar með bláæðasegasjúkdóm tengdan meðgöngu. Nýgengi VTE var 0,84/1000 fæðingar (95% CI 0,59-1,19) og jókst eftir því sem leið á meðgöngu. Helmingur tilfella varð á sjö vikna tímabili (26.-32. viku). Rúmur þriðjungur (35%) varð í sængurlegu, með hlutfallslega hærra nýgengi þá. Ein kona lést vegna lungnareks. Dánartíðni reiknaðist 2,47/100000 fæðingar (95% CI 0,13-16,1). FV Leiden stökkbreytingin fannst hjá tveim konum. Tólf tilfelli (35%) voru með áhættuþætti sem nú hefðu leitt til fyrirbyggjandi segavarnarmeðferðar.
Umræður: Nýgengi bláæðasegamyndunar í tengslum við meðgöngu var svipað og lýst hefur verið í nágrannalöndunum. Mögulegt gæti verið að afstýra þriðjungi atburðanna með hnitmiðaðri fyrirbyggjandi meðferð.

Samþykkt
5.6.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS.ABA.VTE.2013.pdf634KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna