ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15483

Titill

Gæði og árangur meðferðar við sykursýki á legudeildum Landspítalans 1. janúar – 30. júní 2012

Skilað
Júní 2013
Útdráttur

Inngangur: Sykursýki er langvinnur alvarlegur sjúkdómur sem til langs tíma veldur skemmdum í æðum sem aftur leiðir til skemmda í mörgum líffærum líkamans þar á meðal hjarta, augu, nýrum, miðtaugakerfi, úttaugum og ganglimum. Árangur meðferða við sykursýki á Íslandi er almennt talinn góður en þau gögn sem til eru benda til þess að flestir fylgikvillarnir séu álíka algengir hér og erlendis. Léleg blóðsykurstjórnun til langs tíma veldur þessum kvillum en minna er vitað um afleiðingar lélegrar blóðsykurstjórnunar til skamms tíma. Undanfarin ár hafa birst rannsóknir sem benda til þess að mjög mikilvægt sé að ná góðri blóðsykurstjórn fljótt eftir innlögn á sjúkrahús, hvort sem um skamm- eða langvinn veikindi er að ræða. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga umfang blóðsykurhækkunar hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala og hversu góð sykurstjórn náðist á fyrstu sólarhringum innlagnar.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra innlaga á Landspítalann á 6 mánaða tímabili (janúar jún 2012). Með aðstoð tölvudeildar LSH var rannsóknarþýðið valið sem allir sem höfðu blóðsykur yfir 8,0mmol/l á fyrstu 2 sólarhringum innlagnar eða höfðu þegar þekkta sykursýki. Skráð var í gagnagrunn kyn, aldur, innlagnarástæða og lengd innlagnar. Fyrstu 7 sólarhringar blóðsykurstjórnunar voru skoðaðir. Meðaltal var tekið af öllum blóðsykurmælingum hvers sólarhring, þeim skipt í bilin <8, 8-10 og >10 og þau gildi notuð til tölfræðiútreikninga. Notað var forritið statistica og non-parametrískum tölfræðiprófum beitt.
Niðurstöður: Alls fundust 582 einstaklingar með blóðsykur yfir 8 eða með þekkta sykursýki ( 354 karlar og 228 konur). Í sykursýkishópnum voru 407 manns og í hópnum með háan blóðsykur voru 175 manns. Heildarinnlagnir á tímabilinu voru 8.862 og hópurinn er því 6,6% af öllum innlögnum. Hlutfall þeirra sem mældust ≥8 hvern sólarhring var á bilinu 75,5% - 66,3% fyrir sykursjúka og var lækkun fyrir hvern dag, miðgildið lækkaði frá 10,5 niður í 8,5. Fyrir Hyperglycemiu hópinn var hlutfallið á bilinu 52,9% - 30,5% og miðgildið 8 – 6,7 en það var ekki alltaf lækkun milli daga. Friedman ANOVA prófið sýndi fram á marktæka lækkun á tímabilinu fyrir sykursjúka(p<0,00001) en ekki fyrir Hyperglycemiu hópinn(p=0,39104). Á meðan meðferð stóð urðu 14% sjúklinga í sykursýkishópnum fyrir blóðsykurfalli en 4,6% í Hyperglycemiu hópnum
Ályktanir: Það var marktæk lækkun á blóðsykurgildum fyrstu 7 daga innlagnar en þessi lækkun hefur lítið klínískt gildi þar sem lækkunin tekur of langan tíma. Of stórt hlutfall sjúklinga eru yfir 8 flesta dagana.

Samþykkt
5.6.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gæði og árangur me... .pdf1,6MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna