is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15494

Titill: 
  • Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot. Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sálfræðilegar rannsóknir hafa undanfarna þrjá áratugi leitt í ljós ýmis atriði sem geta haft áhrif á áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot, sem sagt hvort frásagnir þeirra byggist á raunverulegum atburðum og séu réttar í öllum atriðum þannig að hægt sé að treysta þeim. Í þessari rannsókn var könnuð vitneskja fólks í íslensku samfélagi um þessi atriði. Sérstaklega var könnuð vitneskja þeirra starfshópa sem þurfa að meta frásagnir barna um kynferðisbrot, starfsfólk í barnavernd og starfsfólk í réttarvörslu og athugað hvort munur væri á vitneskju þessara hópa. Til samanburðar var fólk í ótilgreindum starfshópum. Sambærilegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að fólk er upplýst um sum þessara atriða en ekki önnur. Sérfræðingar um kynferðisbrot gegn börnum virðast betur upplýstir en bæði dómarar og almenningur og vitneskja dómara og almennings virðist svipuð. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 63 og svöruðu 29 atriða spurningalista sem ætlað var að meta vitneskju þeirra um hvað getur haft áhrif á áreiðanleika frásagna barna. Niðurstöður benda til þess að fólk sé almennt upplýst um sum þeirra atriða sem rannsóknir hafa sýnt að geti haft áhrif á áreiðanleika frásagna barna en ekki önnur og að starfsfólk í barnavernd sé að jafnaði betur upplýst en bæði starfsfólk í réttarvörslu og samanburðarhópur, sem virðast hafa svipaða vitneskju um þessi atriði.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Theodóra_BS.pdf465.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna