is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15495

Titill: 
  • Margt má í tískunni sjá: Samfélagsbreytingar í spegli tískunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar snýr að tísku og þeim breytingum sem hún hefur orðið fyrir í vestrænu samfélagi vegna samfélagslegra áhrifa. Tvö tímabil eru tekin fyrir, það fyrra er miðblik 20. aldar, allt frá fyrri heimsstyrjöldinni til eftirstríðsáranna, en seinna tímabilið nær yfir aldamótin, þá frá tíunda áratugnum fram yfir fyrsta áratug 21. aldar.
    Skoðað er hvernig breytingar á samfélagi og menningu endurspeglast í ríkjandi tískustraumum kvenna á þessum tímabilum. Einnig verður rannsakað hvernig hægt er að greina félagsstöðu kvenna, tæknivæðingu, ímyndunarafl, áhyggjuefni, klámvæðingu, hnattvæðingu og fleira með því einu að horfa á klæðnað og tísku.
    Tíska þessara tímabila er borin saman til þess að sjá þróun og mótun tískunnar eftir því sem tímanum líður. Helstu niðurstöður eru þær að tækniþróun og fjöldaframleiðsla hefur haft gríðarleg áhrif á tísku kvenna. Tískan tekur verulegt mið af félagsstöðu kvenna og eftir því sem líður á öldina fer unga fólkið í auknum mæli að hafa áhrif á mótun hennar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA2013.pdf4.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna