ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/155

Titill

Ert þú með verki? : hvernig eru hjúkrunarfræðingar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi að meta verki?

Útdráttur

Árangursrík verkjameðferð byggist fyrst og fremst á nákvæmu verkjamati. Taka þarf tillit til þriggja þátta við mat á verkjum einstaklinga, þeir eru: staðsetning, styrkur og tegund verkja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig verkjamati hjúkrunarfræðinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) væri háttað. Það var gert með lýsandi megindlegri aðferð og voru spurningalistar, þar sem blandað var saman opnum og lokuðum spurningum, notaðir til gagnaöflunar. Í úrtakinu voru 89 hjúkrunarfræðingar starfandi á þremur handlækninga og þremur lyflækningadeildum LSH, en 52 hjúkrunarfræðingar svöruðu spurningalistanum. Úrvinnsla gagna fór fram með tölfræðiforritinu SPSS og Excel. Niðurstöður leiddu í ljós að hjúkrunarfræðingar voru að nota fleiri en eina aðferð við verkjamat en flestar (63%) sögðust spyrja skjólstæðinga sína beint út í verkina. Næstalgengast (58%) var að nota tölukvarðann við mat á verkjum. Fæstar (4%) voru hinsvegar að skoða lífsmörk í tengslum við verki. Þessar niðurstöður voru ekki alveg í samræmi við aðrar íslenskar rannsóknir hvað varðar notkun tölukvarðans, þær sýna mun minni notkun hans. Þess má þó geta að flestir hjúkrunarfræðingarnir í þessari rannsókn notuðu tölukvarðann ómarkvisst og einungis í vissum tilfellum. Í rannsókninni var einnig kannað viðhorf hjúkrunar-fræðinga til verkjamats og þá einkum í tengslum við tölukvarðann. Niðurstöðurnar sýndu að 81% hjúkrunarfræðinganna fannst tölukvarðinn gott mælitæki til að meta styrk verkja, 8% fannst það hinsvegar ekki. Hjúkrunarfræðingarnir sögðu einnig skoðun sína á helstu kostum og ókostum tölukvarðans.
Lykilorð: Verkir, verkjamat, tölukvarði og verkjameðferð.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
verkur-e.pdf114KBOpinn Ert þú með verki? - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
verkur-h.pdf135KBOpinn Ert þú með verki? - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
verkur-u.pdf119KBOpinn Ert þú með verki? - útdráttur PDF Skoða/Opna
verkur.pdf1,18MBTakmarkaður Ert þú með verki? - heild PDF