is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15518

Titill: 
  • Notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og í fæðingu meðal íslenskra kvenna: Forprófun spurningalista
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vísbendingar eru um aukna notkun viðbótarmeðferða hjá barnshafandi konum, svo sem nálastungumeðferðar, nudds og jóga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og í fæðingu meðal íslenskra kvenna. Markmið rannsakanda var að hanna spurningalista sem getur varpað ljósi á notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og í fæðingu og sýnir hvar konur fái hvatningu og ráðleggingar varðandi slíkar meðferðir.
    Spurningalistar voru hannaðir út frá fræðilegri samantekt, forprófaðir í rýnihópum og lagðir fyrir tilviljunarúrtak 50 nýbakaðra mæðra, 45 konur svöruðu listanum. Meðalaldur í hópnum var um 30 ár, 18 (40%) frumbyrjur og 27 (60%) fjölbyrjur. Notast var við hugbúnaðinn Statistical Package for Social Sciences (SPSS) við tölfræðilega úrvinnslu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestar konurnar eiga við fleiri en einn líkamlegan eða andlegan kvilla að stríða á meðgöngunni, en þeir algengustu eru ógleði, brjóstsviði, mæði, bak- og grindarverkir. Inntaka vítamína, nudd og meðgöngusund voru þær viðbótarmeðferðir sem flestar konurnar höfðu notað á meðgöngu. Í hópnum höfðu 20 konur (45%) verið hvattar til að nota viðbótarmeðferðir á meðgöngu og 23 konur (52%) höfðu verið hvattar til að nota viðbótarmeðferðir í fæðingu. Ljósmæður voru algengustu hvatningaraðilarnir varðandi notkun viðbótarmeðferða og þær veittu oftast fræðslu um meðferðirnar.
    Samkvæmt erlendum rannsóknum sækir meirihluti barnshafandi kvenna í viðbótarmeðferðir til að fyrirbyggja eða milda meðgöngutengda kvilla. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að svo sé einnig hérlendis en skoða þarf frekar hver tíðnin er á landsvísu. Barnshafandi konur bera traust til ljósmæðra varðandi notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og í fæðingu. Þekking ljósmæðra þarf að þróast í takt við breyttar áherslur.
    Lykilorð: viðbótarmeðferðir, meðganga, fæðing, viðhorf, þekking, notkun, gagnsemi

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
margretunnur.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna