ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1552

Titill

Sjálfræði

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem gerð var um það, hvernig fólk með þroskahömlun upplifir sjálfræði á heimili sínu. Gerð var eigindleg rannsókn sem byggð var á viðtölum við fjóra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera með þroskahömlun og búa á sambýli eða í sjálfstæðri búsetu. Í viðtölunum voru spurðar ákveðnar spurningar tengt sjálfræði og ákvörðunartöku. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þeir sem búa í sjálfstæðri búsetu hafa meiri sjálfræði en þeir sem búa á sambýlum. Það er mikilvægt að starfsfólk sé meðvitað um það, að fólk með þroskahömlun, eigi rétt á að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þeir sem ekki fá tækifæri til þess, geta með tímanum misst þá hæfni að hafa frumkvæði og virkni til ákvörðunartöku. Þetta getur leitt til þess að fólk með þroskahömlun hefur minna sjálfræði. Einnig er það mikilvægt að fólk með þroskahömlun upplifi heimilið sitt sem griðastað þar sem það er öruggt og finnur fyrir vellíðan. Það skiptir því miklu máli að fólk með þroskahömlun fái að taka sjálfstæðar ákarðanir, það styrkir sjálfsmynd þeirra, eykur sjálfræði og leiðir til hamingjusamara lífs og betri lífsgæða.

Athugasemdir

Þroskaþjálfabraut

Samþykkt
3.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
sjálfræði lokaverk... .pdf326KBLokaður Heildartexti PDF