is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15522

Titill: 
  • Myndlistin í umgjörð hversdagsleikans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hversdagsleikinn er samsettur af gjörðum okkar og athugunum. Táknkerfi borgarskipulagsins mótar tilveru mannsins í borgarrýminu. Það gnæfir yfir honum með ábendingum sínum, boðum og bönnum. Fyrri hluti ritgerðarinnar á rætur sínar að rekja til borgarinnar, í tengslum við táknkerfi hennar og þá möguleika sem borgarrýmið býður upp á. Listaverk mín eru skoðuð í tengslum við verk annarra og skrif fræðimanna. Ber þar helst að nefna hugmyndir Michel de Certeau um uppbrot einstaklingsins á kerfi borgarinnar og skrif Roland Barthes um táknfræði. Inngrip í opinbert rými eru skoðuð með verk tveggja listamanna að leiðarljósi. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um rými listaverksins, þær takmarkanir sem kveikja hugmyndir og hlutverk áhorfandans. Fjallað er um verk Felix Gonzalez-Torres sem krefst þátttöku áhorfandans. Vangaveltur Georges Perec um upplifun borgarinnar og hindranirnar sem felast í tilbúnum hugtökum og fyrirfram skilgreindum rýmum undirstrika mikilvægi einstaklingsbundinnar skynjunar. Undir lokin fikra ég mig nær eigin hugmyndum um endurskilgreiningu ákeðinna hlutverka og notagilda sem útskýra verkin Veggur og Viðsnúningur auk þess að varpa ljósi á heildina.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baritgerð-lokaútgáfa-emma.pdf22.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna