is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15523

Titill: 
  • Hús listhugsunar minnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um teikningar og málverk. Aðaláhersla mín er á eigin verk en ég fjalla um verk annarra í samhengi við þau. Ég leitast við að greina grunnþætti verka minna og fer því stuttlega í undirstöður þeirra og mitt vinnuferli. Því næst skoða ég teikningu sem rannsakandi athöfn. Ég ræði um mismunandi nálganir ýmissa listamanna og tek dæmi um teikningar eftir mig og hvernig mín verk hafi eiginleika frásagna.
    Í næsta kafla ritgerðarinnar segi ég frá því hvernig frásögnin getur tekið á sig mismunandi form líkt og í ritlist. Ég skoða hvaða grunnefni málverk og teikningar þurfa til þess að hafa í sér eiginleika frásagna og hvað áhorfandinn þurfi að sækja frá sjálfum sér þegar kemur að túlkun frásagnarinnar í listaverkinu. Ég geri grein fyrir tveimur gerðum frásagnarmálverka, mónósenum og óháðum frásögnum og nota tvö fræg málverk til útskýringar á því. Ég fer mjög ítarlega í annað verkið og tek ég síðan dæmi um frásagnir í fullbúnum verkum eftir mig.
    Ég lít á list mína sem rannsakandi athöfn. Í leit minni að niðurstöðu tefli ég saman verkum mínum, textum, minni eigin rödd og rödd lesanda/áhorfanda. Ég velti fyrir mér samspili skynjunar og hugsana og skoða mörkin á milli raunveruleika og skáldskapar, raunveruleika fólks og svo mína túlkun á þessum raunveruleika sem breytir honum í skáldskap.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_hallabirgisdottir.pdf13.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna