is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15524

Titill: 
  • Sögur og myndir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða myndasögur ræddar í samhengi við verk höfundar. Fjallað verður um yfir hvernig þær eru og hvernig þær virka. Samkvæmt langflestum myndasögufræðingum skiptir mestu máli fyrir myndasöguna að vera sería af myndum sem lesnar eru í röð. Lesandinn gerir í huga sínum tengingar á milli myndanna og skapar þannig í raun sjálfur söguna útfrá myndunum sem hann sér. Í hefðbundnum myndasögum eru myndrammarnir yfirleitt afmarkaðir með einhverskonar bilum. Í þeim gerist mesti galdur þar sem lesandinn þarf sjálfur að ímynda sér allt sem gerist á milli einnar myndar og annarrar. Það sem tvær samliggjandi myndir sýna getur hins vegar verið mismunandi og því breytilegt hvað lesandinn þarf að fylla mikið í eyðurnar sjálfur. Tvær myndir geta sýnt mjög litla hreyfingu eða mikla, tvö mismunandi sjónarhorn og svo framvegis.
    Stíll myndasagna skiptir líka öllu máli því hann ræður alveg hvernig stemning sögunnar er. Myndstílar, söguþræðir og viðfangsefni geta verið alls konar og fjölda margir möguleikar eru á að blanda þessu saman. Teiknistíll hefur líka áhrif á einstaka atriði í sögunni, getur dregið atriði fram og ýkt þau eða dregið úr þeim.
    Í ritgerðinni er líka spurt hvort að myndasögur þurfi endilega að samanstanda af að minnsta kosti tveimur myndum. Er ekki hægt að gera tengingar á milli einstakra atriða á einni mynd og lesa í tengingarar einsog sögu. Nokkur verk myndasöguhöfundarins Jim Woodring eru nefnd í því samhengi því hann segist gera svokallaðar eins ramma myndasögur eða einrömmunga.
    Seinast í ritgerðinni eru bornar saman myndasögur og myndabækur. Myndabækur og myndasögur eru mjög svipaðar og stundum erfitt að greina hvort er hvað. Skoðaður er hvað það er sem greinir á milli þeirra og af hverju og skoðuð er bók eftir listamanninn Edward Gorey sem dansaði á línu þessara tveggja forma.
    Í ritgerðinni eru einnig fjallað um verk höfundarins í samhengi við viðeigandi umfjöllunarefni og þau skoðuð útfrá mismundandi einkennum myndasagna, einrömmungum og myndabók.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba ritgerdin.pdf105.24 MBOpinnRitgerðPDFSkoða/Opna