is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15531

Titill: 
  • Stundarkorn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt hefur sinn tíma og á einhvern hátt erum við alltaf í samtali við tímann. Við höfum samstillt lífið eftir tímanum, við eyðum tíma saman og stundum erum við stödd á réttum stað á réttum tíma. Við förum í kapphlaupi við tímann og þegar á öllu er botninn hvolft er það tíminn sem dregur lífið áfram. Hann hefur lífið og hann endar það. Að skapa krefst tíma og er tíminn einnig viðamikið inntak í myndlist. Í þessari ritgerð ætla ég að skoða breytilega aðkomu tímans að verkum mínum. Ég ætla að fjalla um ótta minn við að vinna femínisk verk í dag með hliðsjónu af áður liðnum tímum femínismans. Ég mun skoða tímann í samtali við húmor og kómík. Einnig skoða ég lauslega hugmyndina um listamanninn sem trúð og að lokum skoða ég andartökin og nærveruna í gjörningalistinni. Ég styðst við setningar Sol LeWitt um hugmyndalist en ég tel mig vera hugmyndalistamann. Einnig styðst ég við hugmyndir japanska rithöfundarins Haruki Murakami um vinnu í hinu skapandi starfi. Ég skoða listamenn á borð við Hannah Wilke, Martha Rosler, Bas Jan Ader og Roman Signer og hvernig skoðanir þeirra og verk tala til mín og minnar listsköpunar.
    Þetta tekur alls ekki langan tíma, bara rétt svo eitt stundarkorn.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheidur.Maisol-Stundarkorn.pdf13.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna