is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15540

Titill: 
  • Danslistin í umsátursástandi : vinna og aðferðir Nicholasar Rowe á hernömdum svæðum Palestínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um danslistina á hernömdum svæðum Palestínu. Ég mun skoða efnið út frá sögu Palestínu og Ísraelsdeilunnar og hugsjónarstarfi ástralska dansarans Nicholasar Rowe. En hann hefur frá árinu 1998 stýrt og skipulagt námskeið sem ætlað er að bæta líf palestínskra flóttamanna. Hann skrifaði einnig handbók um hugmyndir og aðferðir til að leiða slíkt námskeið Ég mun gera grein fyrir hugmyndum hans um það hvernig hann notar danslistina í umsáturástandi og hvernig hjálpa megi stríðshrjáðum börnum að tjá sig í gegnum dans, tónlist og leiklist. Árið 1948 var sjálfsstæðisstríð Ísraels og hundruðir þúsunda Palestínskra íbúa voru flæmd á brott. Ísraelsríki var stofnað með hervaldi. Meirihluti Palestínumanna, yfir átta milljónir manns, lifa sem flóttamenn í dag. Listir hafa kannski ekki augljósan tilgang í samfélagi þar sem stríðsástand ríkir. Hlutverk listamannsins virðist tilgangslaust og jafnvel óviðeigandi. Ég mun fjalla um aðferðir Nicholasar Rowe og kanna hvort að danlistin og listir yfir höfuð hafi raunveruleg áhrif á líf flóttamanna í Palestínu. Í ritgerðinni mun ég fjalla nánar um sögu Palestínu í deilum við Ísrael áður en ég sný mér að hugsjónastarfi Nicholasar Rowe í því stríðshrjáða ástandi sem ríkir á hernömdum svæðum Palestínu. En ég tel það nauðsynlegt að hafa undirstöðuþekkingu á sögu og samskiptum þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs til þess að setja sig inn í og skilja það starf sem Rowe hefur unnið á þessu svæði. Sjónum verður svo beint að því hvernig Rowe kom með dansinn sinn til þessa árþúsundagamla menningarsvæðis sem á sína áhrifamiklu sögu. Síðast en ekki síst mun ég svo fjalla um dansinn og heilunarmátt hans í tengslum við aðferðir Rowes.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Danslistin í umsátursástandi- Elísabet Birta Sveinsdóttir.pdf371.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna