is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15541

Titill: 
  • Í leit að nýjum tjáningarmöguleikum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verða leikstjórinn Vsevolod Meyerhold og danshöfundurinn Pina Bausch borin saman.
    Í byrjun 20. aldarinnar barðist Meyerhold gegn natúralísku leikhúsi. Fyrir honum var leikarinn miðpunktur leiksýningarinnar. Með breytingum á vinnuaðferðum leikarans hafði hann tæki til breytinga á leikhúsforminu. Hans hugmyndir fólust aðallega í því að auka tjáningarmöguleika leikarans. Með aukinni líkamlegri færni gat leikarinn tjáð sig á fleiri vegu en með andlitinu. Í lok ferils síns bjó hann til mjög líkamlegt æfingakerfi fyrir leikara, Biomechanics.
    Rétt eftir miðja 20. öldina var danshöfundurinn Pina Bausch óánægður dansari í Þýskalandi. Bausch byrjaði því að semja sín eigin verk til þess að mæta listrænum þörfum sínum. Hún vann að því að auka tjáningarmöguleika dansarans og sótti því í tæki leiklistarinnar. Að kjölfar þess að Pina Bausch hóf að skeyta saman dans og leiklist er talið að dansleikhús hafi orðið að raunverulegu listformi.
    Hvort úr sinni listgrein sóttu þau áhrif til listgreina hvors annars. Hvað var það sem dreif þau áfram til að breytinga? Með það í huga að leikhúsmaðurinn sótti í meiri hreyfingu og danshöfundurinn sótti í verkfæralager leikhússins er þá líklegt að hugmyndir þeirra og verk hafi borið einhver líkindi?

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgudruns.pdf233.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna