is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15546

Titill: 
  • Vakning fuglanna: um þróun fuglasöngva í tónsmíðum Olivier Messiaens
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fuglasöngur er einkennandi í tónsmíðum Oliver Messiaens. Í þessari ritgerð verður kannað hvaða aðferðir Messiaen notar við umritun og úrvinnslu fuglasöngs.
    Árið 1952 markaði ákveðin tímamót í lífi og starfi Messiaens. Hrifning hans á fuglum var ekki ný af nálinni og hann hafði þegar gert tilraunir með umritanir á fuglasöngvum. Þekking hans á fuglum var þó takmörkuð. Hann leitaði því til fuglafræðings sem kenndi honum að bera kennsl á ólíkar fuglategundir. Upp frá því fór Messiaen að safna fuglasöngsumritunum sem hann nýtti í tónsmíðar sínar. Í öllum verkum hans frá og með 1952 birtast fuglasöngvar að einhverju leyti.
    Flestar aðferðir Messiaens sem snúa að úrvinnslu fuglasöngs miða að því að gera sönginn sem líkastann fyrirmyndunum. Hann notar t.d. ónákvæmar tvöfaldanir (e. inexact doublings) og fjölbreytta hljóma til að líkja eftir tónblæ fuglanna. Með því að aðlaga fuglasöngva að naumum og grískum rytmum varð bæði auðveldara að umrita þá og auk þess varð auðveldara að spila fuglasöngvana hraðar en áður (áður hafði Messiaen neyðst til að hægja á þeim). Til að byrja með notar Messiaen yfirleitt bara einn og einn fugl í einu í verkum sínum en þegar á líður verður æ algengara að fuglarnir syngi saman í kór.
    Þegar á heildina er litið má kannski segja að leitin að hinum „rétta“ fugli hafi skilað sér í þeirri ótrúlegu fjöblreytni sem einkennir fuglaöngva Messiaens.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli - Lokaritgerð.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna