is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15547

Titill: 
  • Tintinnabuli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eistneska tónskáldið Arvo Pärt hefur á skömmum tíma öðlast miklar vinsældir fyrir afar tæra og blíða tónlist sína sem einkennist af hans eigin persónulega stíl sem kallast tintinnabuli.
    Í ritgerðinni verður skoðað hvernig tintinnabuli kom til sögunnar og hvernig sá stíll hefur þróast með árunum. Til þessa er skoðað hans fyrri tónsmíðar og velt því fyrir hvort og hvernig tíðarandi Sovétríkjanna hafi haft áhrif á tónlist hans. Farið verður yfir reglur stílsins og skoðað hvernig Pärt vinnur með tónefnið á ólíkan hátt í verkum sínum m.a. með því að fara nánar út í greiningu á verkinu Fratres. Einnig verður velt því stuttlega fyrir hvernig best væri að flokka tintinnabuli-tónlist Pärts þar sem stílinn hefur sameiginleg einkenni með nokkrum öðrum stílum en hann hefur m.a. verið orðaður við mínímalisma og aðrar póstmódernískar stefnur.
    Að lokum er dregin sú ályktun að tintinnabuli sé í raun samblanda af mismunandi stílum og er niðurstaðan sú að best sé að tala um tónlistina sem sér fyrirbrigði undir nafninu tintinnabuli. Mest áberandi er hvernig Pärt hefur haldið áfram að nota kerfisbundnu aðferðir seríalismans til að semja tónal tónlist. Sovétríkin höfðu einnig mikil áhrif á þróun tintinnabuli þar sem þau að vissu leyti ýttu á Pärt til þess að leita á ný mið. Einnig er komist að þeirri niðurstöðu að sterk tenging tintinnabuli við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hefur gefið henni ákveðna reisn og ef til vill sveipað yfir hana verndarvæng þar sem erfiðara virðist vera að gagnrýna tónlistina.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tintinnabuli_gudnyvalborg.pdf525.02 kBLokaður til...03.02.2133HeildartextiPDF