is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15548

Titill: 
  • Áhrif stjórnvalda á tónsköpun í sundruðu Þýskalandi eftirstríðsáranna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að greina áhrif stjórnvalda á klassíska tónlist og tónlistarsköpun í sundruðu samfélagi eftirstríðsáranna í Þýskalandi. Kannað er hvort og þá á hvern hátt bein og óbein valdbeiting ríkjandi stjórnvalda hafði áhrif á tónlistarsköpun á þessu tímabili. Einnig er velt upp spurningum um eðli og inntak klassískrar tónlistar, hvort slík tónlist geti haft pólitíska merkingu og hvort greina megi áhrif stjórnvalda á klassískar tónsmíðar frá þessum tíma. Fjallað er um Austur- og Vestur-Þýskaland og gerður samanburður á áherslum stjórnvalda í báðum samfélögum og áhrif þeirra á tónlistarmenn. Komist er að þeirri niðurstöðu að tónlistarmennirnir sem lifðu og störfuðu á þessum fyrstu árum eftir stríð voru ekki eins frjálsir og ríkjandi hugmyndafræði gaf til kynna. Sýnt er fram á að tónskáld eftirstríðsáranna í Þýskalandi bjuggu síður en svo við listrænt tjáningarfrelsi, hvorki undir stjórn Sovétmanna né Bandaríkjamanna. Að lokum er dregin sú ályktun að stjórnvöld bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi höfðu mikil áhrif á tónlistarmenningu eftirstríðsáranna. Greinilegt er að tónlist gegnir ekki aðeins menningarlegu hlutverki heldur getur hún einnig verið boðberi ákveðinnar hugmyndafræði eða pólitískrar stefnu.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Herdís Stefánsdóttir (1).pdf285.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna