is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15551

Titill: 
  • Mikilvægi snertiskyns fyrir upplifun á vöruhönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vöruhönnun og fræði skynfæranna eru nátengd, en húðin er yfirborðið þar sem líkaminn og varan sameinast. Öll erum við ólík en eigum það sameiginlegt að húðin umlykur okkur og verndar. Snertiskynið býr í húðinni og í henni er gríðarlegt magn tauga og taugaenda, hún er nauðsynleg til þess að við getum gert okkur grein fyrir og skilið þau form sem við komum í návist við. Hér fá lesendur að fara í ferðalag um heim skynfæranna, þar sem farið verður nánar í mikilvægi þeirra, sögu og tengingu við hönnun. Fjallað verður um fjölbreytt svið vöruhönnunar sem eiga það sameiginlegt að byggja á skynreynslu og upplifun notandans og hafa snertiskynið í brennidepli. Skynreynsla er persónubundin, en samt sem áður er mögulegt að hafa einhver áhrif á hana, ólíkar áherslur á efni og upplifanir geta kallað fram mismunandi skynhrif hjá notandanum. Sú hönnun sem hefur mannlega nálgun að leiðarljósi og leggur áherslu á að notandinn taki þátt í framleiðsluferlinu gefur okkur meira, bæði andlega og líkamlega. Snertiskynið styrkir upplifuð augnablik og fyrir vikið sitja þau fastar í minningum okkar. Vöruhönnun snýst að miklu leiti um að skilja samband hluta og notenda og eru skynfærin helsta tólið til þess að auka á þennan skilning. Hér verður leitað svara við spurningum sem kunna að vakna á þessu ferðalagi um heim snertiskyns, skynreynslu og vöruhönnunar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi Snertiskyns fyrir Upplifun á Vöruhönnun.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna