is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15554

Titill: 
  • Vöruhönnun í tölvuleikjum : skoðun á ferli og útkomu hönnuða í tölvuleikaiðnaðinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð vil ég varpa ljósi á vöruhönnun í tölvuleikjum og á hvaða hátt hún hefur áhrif á útlit, umhverfi og andrúmsloft tölvuleikjanna og einnig á spilarana sem þá spila. Ég fjalla um hvað þarf til að skapa andrúmsloft í tölvuleikjum og nefni dæmi þess til stuðnings. Þau atriði sem þurfa að vera til staðar eru góð saga, hrífandi persónur, áhrifamikið umhverfi og lýsing og sannfærandi hlutir. Ég tek sem dæmi nokkra leiki og má þar nefna Portal, Amnesia og The Walking Dead en legg sérstaka áherslu á Half Life-leikina, Bioshock og Dishonored. Þessir leikir hafa allt til alls til að vera spennandi, sannfærandi og síðast en ekki síst skemmtilegir í spilun.
    Út frá mínum áhuga á leikjunum langaði mig að fræðast aðeins um vinnuferli þeirra starfsmanna tölvuleikjaiðnaðarins sem lýtu að hönnun á umhverfi og útlits tölvuleikjanna. Hafði ég því samband við CCP á Íslandi en það fyrirtæki hannar og sér um rekstur EVE online tölvuleiksins. Ég fékk að taka viðtal við tvo starfsmenn þeirra sem koma að hönnun á útliti hlutanna innan leiksins og fræddist um þeirra vinnuferli og bakgrunn. Þeir útskýrðu fyrir mér hvaðan innblásturinn að hönnuninni kemur, hvaða áhrif hlutirnir innan leiksins hafa á spilara hans og hvernig samstarfið er á milli deilda innan fyrirtækisins. Út frá viðtalinu skoðaði ég hvaða áhrif vöruhönnuðir gætu haft á hönnunarferlið í tölvuleikjaiðnaðinum og hvar áhrifanna er að geta gagnvart útliti leiksins og spilaranna sem hann spila. Það mætti því segja að með þessari ritgerð vil ég varpa ljósi á þennan starfsvettvang sem þarna leynist fyrir vöruhönnuði og hvetja þá einnig til að skoða hvar annars staðar í fjölbreyttu atvinnuumhverfi nútímans þeirra sérkunnátta gæti komið til góðra nota.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vöruhönnun í tölvuleikjum - Guðný Pálsdóttir.pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna