is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15557

Titill: 
  • Þróun hjólabrettisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ég einblíni á þann hluta hjólabrettaiðkunar sem nefnist götu brettaiðkun (e. street skating) og þróun hennar. Þróun á útliti og efnivið hjólabrettisins hefur tekið stakkaskiptum frá fyrstu útgáfu og farið er yfir ástæður og mikilvægi þeirrar vöruþróunar sem átt hefur sér stað. Farið er sérstaklega í mikilvægustu breytingarnar í vöruþróun hjólabrettisins sem mótuðu þá afurð sem er að finna í dag. Einfaldleikinn bakvið vöruna og frelsi í notkun er styrkleiki hennar. Þar sem engar reglur fylgja vörunni er notkun hennar einungis bundin hugmyndaflugi og getu notandans. Notandinn gefur hlutnum líf og setur sinn einstaka stíl við notkun á endalausum breytum borgarlandslags, og sökum sýnar notandans er útkoman fjölbreytt og áhugaverð og landamæri hjólabrettaiðkunar eru sístækkandi. Á ýmsum stöðum í heiminum hefur verið sett bann á hjólabrettaiðkun á opinberum svæðum. Þótt hjólabrettagarðar hafi í grunninn séð haft mjög jákvæð áhrif á greinina eru þeir þó oft tilraun stjórnvalda til að ná hjólabrettaiðkun úr borgarlandslaginu og loka hana inni í hjólabrettagörðum. Síðan er litið á aðkomu stórfyrirtækja að hjólabrettaiðnaðinum og mögulegar breytingar í samfélagsviðhorfi gagnvart greininni sökum þess. Litið er á kosti og galla þessara breytinga og áhrif þeirra á greinina. Í lokin er litið á framtíðarmöguleika hjólabrettisins sem farartækis og á áframhaldandi vöruþróun þess. Litið er á möguleika hjólabrettisins og notkun þess sem miðil sem gæti átt þátt í að stuðla að jafnrétti og einstaklingsfrelsi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf486.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna