is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15567

Titill: 
  • Fiðrildarannsókn á Hvanneyri 2010-2012 áhrif veðurs og umhverfis.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Reglubundnar rannsóknir á íslensku fiðrildafánunni eru tiltölulega nýjar og eru stundaðar á nokkrum stöðum. Enn er eftir að rannsaka á mörgum stöðum með reglubundnum hætti. Með því að nota ljósgildru er hægt að safna saman miklu magni gagna á löngum tíma með reglubundnum hætti. Þessar upplýsingar er svo hægt að nota til að skoða breytingar milli ára á sama stað eða milli rannsóknarstaða þar sem sömu aðferð er beitt. Einnig er hægt að bera þessar upplýsingar saman við ólík gögn um s.s. veður. Þessi rannsókn gefur fyrstu reglulegu upplýsingarnar um fiðrildafánuna á staðnum.
    Þessi þriggja ára rannsókn gefur upplýsingar um hvaða tegundir fiðrilda eru partur af staðbundinni fánu og hver eru flækingar. Flugtími fiðrildanna var mismunandi á milli ára og virðist það sýna hve viðkvæm þau eru fyrir veðurfarsþáttum. Áhrifamesti veðurþátturinn virtist vera hitastig undir 0°C. Aðrir þættir sem helst hafa áhrif á fjölda fiðrilda voru mannlegar athafnir á svæðinu.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Asta_K_Davidsdottir.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna