is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15569

Titill: 
  • Ræktun múltuberja (Rubus chamaemorus L) á Íslandi.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að athuga hvort múltuberjaplantan (Rubus chamaemorus L) gæti lifað, blómstrað og myndað ber á Íslandi og hvaða áhrif mismunandi jarðvegur og umhverfi hefðu á vöxt og lifun plantnanna. Tvö mismunadi afbrigði voru prófuð í tilraun, eitt kvenkyns (Fjellgull) og eitt karlkyns (Apollen), og einnig var athugað hvort munur væri á vexti og blómgun þeirra. Tilraunin var gerð í landi Böðmóðsstaða í Laugardal, Bláskógabyggð, sem tilheyrir uppsveitum Árnessýslu á Suðurlandi. Tvö svæði (Svæði 1 og Svæði 2) voru valin, hvoru tveggja í framræstu mýrlendi, en með mismunandi jarðvegsraka og gróðurfari. Tilraunin var gerð á tímabilinu 2010-2012. Næringarinnihald jarðvegs, vatnsstaða jarðvegs, jarðvegshiti og veðurfar var athugað á tilraunatímabilinu. Þróttur plantna var metinn fjórum sinnum yfir sumurin 2011 og 2012, auk þess var fjöldi nýrra sprota skráður vorið 2012. Einnig var fjöldi blóma skráður bæði sumurin og fylgst með því hvort ber mynduðust.
    Helstu niðurstöðurnar voru að múltuber (Rubus chamaemorus L) geta lifað og myndað blóm á Íslandi. Plönturnar lifðu betur og mynduðu fleiri sprota og blóm á Svæði 1 sem er þurrara og skjólbetra svæði en Svæði 2. Töluverður munur var á milli afbrigða á báðum svæðunum.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Maria_C_Wang.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna