is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15572

Titill: 
  • Heilabilun og fjármálafærni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármálafærni er með því fyrsta sem skerðist hjá einstaklingum sem eru á byrjunarstigi heilabilunar. Talið er að það sama eigi við um einstaklinga með væga vitræna skerðingu. Sterk tengsl eru á milli fjármálafærni og getu til að lifa sjálfstæðu lífi. Skert fjármálafærni getur haft slæmar afleiðingar, til dæmis eignamissi og tap fjármuna. Einstaklingar með heilabilun eru í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Fjárhagslegt ofbeldi felst til dæmis í því að fjölskyldumeðlimir eða utanaðkomandi aðilar notfæra sér varnarleysi sjúklings með því að fá hann til að skrifa upp á lán eða afsala sér eignum án þess að gera sér grein fyrir hvað hann er að skrifa undir. Um er að ræða vaxandi samfélagslegt vandamál og hefur dómsmálum tengdum fjárhagslegu ofbeldi fjölgað á undanförnum árum. Mat sérfræðinga vegur þungt í niðurstöðu dómara þegar hann úrskurðar um fjárræði einstaklings. Verður því að teljast mikilvægt að sérfræðingar hafi í höndunum einhverskonar matstæki eða próf til að meta fjármálafærni sjúklinga. Til eru nokkur próf sem meta fjármálafærni og er FCI prófið (e. Financial Capacity Instrument) það próf sem mest hefur verið rannsakað. Prófið metur sértæka og almenna fjármálafærni en ekkert sambærilegt próf er til á Íslandi. Ef íslenskir sérfræðingar hefðu afnot af slíku prófi er líklegt að mat þeirra á fjármálafærni yrði áreiðanlegra og samræmdara. Þá myndi notkun slíks prófs leiða til aukinnar velferðar sjúklings.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKEMMAN FORSIDA.pdf230.39 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
SKEMMAN232.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna