is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15574

Titill: 
  • Þekking og notkun á örnefnum : Könnun gerð meðal sambýlisfólks í Hvítársíðu.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var tvíþætt. Annars vegar var könnuð þekking ábúenda á örnefnum á eigin landareign og þekkingarmunur sambýlisfólks, þar sem annar aðilinn er aðfluttur en hinn alinn upp á viðkomandi jörð. Hinsvegar var kannað hvort örnefni væru enn að verða til og hver væri helsta ógn örnefnanna að mati viðmælanda. Könnunin var framkvæmd í Hvítársíðu í Borgarfirði og tóku átta pör á sjö bæjum þátt. Valin voru af handahófi 25 örnefni úr örnefnaskrá hverrar jarðar fyrir sig og lögð fyrir þátttakendur sem greindu frá hvort þeir þekktu örnefnið eða ekki. Auk þess svöruðu viðmælendur fimm spurningum um örnefni og örnefnanotkun.
    Niðurstöður könnunarinnar voru að enginn þekkti öll örnefnin og enginn minna en helming þeirra sem um var spurt. Í fæstum tilfellum var mikill þekkingarmunur milli sambýlisfólks. Niðurstöðurnar voru ekki afgerandi um að innfæddir þekktu örnefnin betur en aðfluttir þó það hafi verið svo í flestum tilfellum. Þeir sem þekktu bæði flest og fæst örnefnin voru aðfluttir. Aðrar niðurstöðurnar sýna að helsta notkun örnefna er tengd þeim búskap og þeirri landnotkun sem er á hverjum bæ fyrir sig. Örnefni eru enn að verða til og flestir þekkja sögu um tilkomu örnefnis. Nefndar voru margar ástæður þess að örnefni væru að glatast, m.a. vegna breytinga af völdum manna og náttúru auk þess að minni umferð sé um landið í dag en var áður fyrr.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Elsa_Thorbjarnardottir.pdf828.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna