is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15576

Titill: 
  • Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nokkur reynsla er af ræktun ávaxtatrjáa hér á landi en hún hefur ekki áður verið dregin saman á einn stað. Í gegn um tíðina hefur ræktunarfólk prófað að rækta ávaxtatré með mjög mismunandi árangri. Síðustu 20 árin hafa aðallega tveir frumkvöðlar, Sæmundur Guðmundsson á Hellu og Jón Guðmundsson garðyrkjumaður á Akranesi, verið duglegir við að reyna ýmis yrki ávaxtatrjáa. Garðyrkjufélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hófu tilraunir með ræktun ávaxtatrjáa vorið 2011 um allt land. Mismunandi yrki af epla-, peru-, plómu- og kirsuberjum voru prófuð og upplýsingar skráðar í gagnagrunn.
    Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða og skrá hvaða yrki henta til ræktunar hér á landi. Teknar voru saman allar fréttir sem birtar hafa verið af ræktun ávaxtatrjáa og þær bornar saman við veðurfarsupplýsingar. Tekin voru viðtöl við áður nefnda frumkvöðla til að fræðast um reynslu þeirra. Jafnframt unnið úr upplýsingum úr verkefni GÍ og LbhÍ og þrif ávaxtayrkja borin saman eftir vaxtarstöðum.
    Í ljós kom að veðurfar hafði afgerandi áhrif á tíðni frétta af ræktun ávaxtatrjáa á tímabilinu. Eftir því sem meðalhiti var meiri því fleiri voru fréttirnar. Reynsla frumkvöðlanna sýndi að ná má viðunandi árangri með ýmis yrki við núverandi veðurfar á mjög skjólgóðum og sólríkum stöðum. Samkvæmt frumniðurstöðum úr ávaxtatilrauninni frá 2011 var nokkuð góð lifun á flestum yrkjunum en tíðni kals var mikil. Eplatrén voru lægri eftir því sem vestar og norðar dró á landinu og hærri því hærra yfir sjó sem þau voru. Einnig var lifun betri á Suðurlandi og Norðurlandi en á Vesturlandi.
    Enn er of snemmt að kveða upp úr um hvaða yrki ávaxtatrjáa reynast best hér á landi í mismunandi landshlutum. Gögn og reynsla eru enn of takmörkuð og of skammur tími er liðinn frá upphafi skipulegra tilrauna. Nauðsynlegt er að halda vel utan um allar skráningar um ræktun ávaxtatrjáa hér á landi næstu árin til að niðurstöður fáist.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Hraundis_Gudmundsdottir.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna