is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15577

Titill: 
  • Áhrif atferlismeðferðar við offitu með eða án magahjáveituaðgerðar á andlega líðan og þyngd. 3-4 ára eftirfylgd
  • Titill er á ensku The effects of intensive behavioural obesity treatment with or without surgical intervention on weight loss and mental health. 3-4 year follw up
Útdráttur: 
  • Offita er ein af helstu lýðheilsuógnum samtímans. Sterk tengsl hafa fundist á milli offitu og margra sjúkdóma, þar með talið ýmissa andlegra vandamála eins og þunglyndis, kvíða og félagslegrar líðanar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif þverfaglegrar atferlismeðferðar við offitu, með eða án Roux en Y magahjáveituaðgerðar, á þunglyndi, kvíða félagslega líðan og þyngd 3-4 árum eftir að meðferð lýkur.
    Rannsókn þessi var framsýn óslembin íhlutunarrannsókn og var framkvæmd á offitusviði Reykjalundar. Af þeim 120 einstaklingum sem luku fimm vikna dagdeildarmeðferð á Reykjalundi á tímabilinu frá september 2007 til desember 2008 samþykktu 90 einstaklingar þátttöku (75%) í eftirfylgdarrannsókn 3-4 árum síðar.
    Niðurstöður sýndu að 3-4 árum eftir að meðferð lauk höfðu ýmis einkenni vanheilsu minnkað, borið saman við ástand áður en meðferð hófst, bæði hjá þeim sem fóru í magahjáveituaðgerð og þeim sem ekki fóru í aðgerð. Þetta átti við um þunglyndi (p<0.0001), kvíða (p<0.0001), félagslega líðan (p<0.0001) og þyngd (p<0.0001). Þegar þeir sem fóru ekki í aðgerð voru bornir saman við þá sem fóru í aðgerð kom í ljós að þeir sem fóru í aðgerð léttust meira (p<0.0001) og bættu félagslega líðan sína meira (p<0.0001). Magn þyngdartaps virtist hafa áhrif á bætingu í félagslegri líðan (p<0.0001), en sömu áhrif sáust ekki fyrir þunglyndi (p=0.6059) eða kvíða (p=0.7568).
    Niðurstöður þessar gefa til kynna að þverfagleg atferlismeðferð við offitu hafi langtíma áhrif á andlega heilsu og þyngd einstaklinga sem þjást af offitu, burtséð frá því hvort þeir hafi farið í magahjáveituaðgerð eða ekki. Offitan er ein helsta heilsufarsógn samtímans og er því mikilvægt að rannsaka enn frekar langtímaáhrif lífsstílsíhlutana á heilsu einstaklingsins og samfélagið í heild sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Obesity is one of the most serious public health crises of our times. Obesity is strongly associated with several kinds of co-morbidities both physical and mental health problems, such as depression, anxiety disorders and psychosocial dysfunction. The objective of this study was to investigate the effect of intensive behavioural obesity treatment with or without Roux en Y gastric bypass surgery on depression, anxiety, obesity-related psychosocial problems and weight at 3-4 year follow-up.
    This was a prospective, non-randomized intervention study conducted in the setting of the obesity department at Reykjalundur rehabilitation centre, Iceland. Of 120 patients completing a five week inpatient treatment at Reykjalundur rehabilitation centre from September 2007 to December 2008, 90 (75%) consented to participation at 3-4 year follow-up and were included in the study.
    Three to four years post treatment we observed a reduction both in surgically and non-surgically treated patients´ depression (p<0.0001), anxiety (p<0.0001), obesity-related psychosocial problems (p<0.0001) and weight (p<0.0001), compared to pre-intervention baseline data. Compared to non-surgically treated, surgically treated patients lost more weight (p<0.0001) and showed more improvements with respect to obesity-related psychosocial problems (p<0.0001). The magnitude of weight loss seemed to affect obesity-related psychosocial problems (p<0.0001) while no such effects were observed for depression (p=0.6059) and anxiety (p=0.7568).
    The results of this study indicate that multidisciplinary intensive behavioural obesity treatment may have lasting positive impact on mental health and weight in morbidly obese individuals, irrespectively of whether they are surgically or non-surgically treated. Obesity is one of the most serious health crises of our time. Future studies should focus on long-term potential benefit of intense lifestyle interventions, in terms of individual health and societal benefits.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Maríanna Þórðardóttir lokaútgáfa.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-lokaverkefni.pdf205.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF