is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15592

Titill: 
  • Viðhorf heilbrigðisstétta til viðbótarmeðferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notkun almennings á Vesturlöndum á viðbótarmeðferðum er töluverð og vísbendingar eru um að hún sé að aukast. Vegna þeirrar ábyrgðar sem hjúkrunarfræðingar og læknar bera á heilsu sjúklinga er gagnlegt að vita hvernig staða þekkingar og viðhorf heilbrigðisstétta til viðbótarmeðferða er. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að kanna hvað rannsóknir segja um viðhorf heilbrigðisstétta til viðbótarmeðferða og þá þætti sem hafa áhrif á notkun viðbótarmeðferða í starfi.
    Gerð var fræðileg úttekt á rannsóknum sem tóku til viðhorfs lækna, hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar- og læknanema á viðbótarmeðferðum og áhrifaþætti á notkun þeirra í starfi. Leitað var í gagnagrunnum og voru rannsóknir sem notast var við frá árunum 1998-2013.
    Helstu niðurstöður sýndu að viðhorf heilbrigðisstétta til viðbótarmeðferða er frekar jákvætt. Viðhorf hjúkrunarfræðinga er jákvæðara en lækna og viðhorf kvenna er jákvæðara en karla. Heilbrigðisstéttir vilja fá meiri fræðslu og þekkingu á efninu og ónóg þekking getur komið í veg fyrir fullnægjandi upplýsingasöfnun heilbrigðisstarfsfólks hjá skjólstæðingum sínum. Aukin þekking heilbrigðistarfsmanna á viðbótarmeðferðum virðist minnka fordóma. Ef þekkingu um viðbótarmeðferðir er ábótavant getur það leitt til óöryggis við að fræða um notkun þeirra.
    Draga má þá ályktun að margir heilbrigðisstarfsmenn telji mikilvægt að þekkja betur til viðbótarmeðferða og að þeir vilji geta veitt góða fræðslu um hvenær þær geta virkað vel og hvenær ekki.
    Lykilorð: Viðbótarmeðferðir, viðhorf, hjúkrunarfræðingar, læknar, nemar.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilaeintak.pdf556.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna