is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15593

Titill: 
  • Þættir sem valda aðstandendum einstaklinga með heilabilun mestum erfiðleikum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilabilun er aldurstengt heilkenni sem kemur fram í ýmsum sjúkdómum. Samfara auknu langlífi og hlutfallslegri fjölgun eldri borgara, er hún sívaxandi lýðheilsuvandamál á heimsvísu. Skerðing á minni og vitsmunarlegri færni einkennir flesta heilabilunarsjúkdóma á einhvern hátt og sú skerðing hefur það í för með sér að einstaklingar með heilabilun þarfnast umönnunar fjölskyldumeðlims. Það er mikil áskorun að sjá um aldraðan fjölskyldumeðlim með heilabilunarsjúkdóm og margir umönnunaraðilar upplifa mikið tilfinningalegt álag og þunglyndi í kjölfarið.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að meta þá erfiðleika sem upp koma hjá aðstandendum sem annast aldraða ættingja sína með heilabilun. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða þættir umönnunar einstaklinga með heilabilun valda aðstandendum mestum erfiðleikum? Hvaða áhrif hafa þessir erfiðleikar á líðan og heilsufar umönnunaraðila?
    Gerð var ítarleg leit að rannsóknum í gagnasöfnum, sem beindust að þeim áhrifum og afleiðingum sem umönnun einstaklinga sem greinst hafa með heilabilum hefur á umönnunaraðilann. Alls voru teknar saman 17 rannsóknir sem gerð verður grein fyrir í verkefninu.
    Niðurstöður samantektarinnar sýndu að hegðunarvandamál sjúklinga eru umönnunaraðila hvað erfiðust. Umönnunaraðilar finna fyrir margvíslegum áhrifum umönnunar. Þeir upplifa mikið álag og byrði, sem kemur fram í langvinnri þreytu, þunglyndi, kvíða, svefntruflunum og einangrun. Kyn, aldur, þjóðerni og tengsl umönnunaraðila og sjúklings hafa áhrif á upplifun byrðar. Áriðandi er að fagaðilar veiti umönnunaraðilum stuðning sem bætir lífsgæði og heilsu bæði umönnunaraðila sem og sjúklingsins sjálfs.
    Lykilorð: heilabilun, atferlis- og vitræn einkenni, dægursveiflur, aðstandendur, byrði

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaverkefnis Olgu. 27.05.13.pdf362.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna