is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15608

Titill: 
  • Ífarandi myglusveppasýkingar á Íslandi 2000-2006
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Ífarandi sýkingar af völdum myglusveppa eru vaxandi vandamál sem rekja má til aukins fjölda ónæmisbældra sjúklinga. Þessar sýkingar hafa háa dánartíðni og eru helstu sýklarnir eru af ættkvíslinni Aspergillus. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og aðra faraldsfræðilega þætti ífarandi myglusveppasýkinga á Íslandi á tímabilinu 2000-2006.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sem þáðu heilbrigðisþjónustu á Landspítala á árunum 2000-2006. Inntökuskilyrðin voru jákvæð sýni fyrir myglusveppi hjá Sýklafræði- og Vefjameinafræðideildum LSH eða að hafa fengið greiningu ífarandi myglusveppasýkingu samkvæmt ICD-10 greiningarkerfinu á LSH. Sjúkraskrár sjúklinga voru skoðaðar og tilfellin skilgreind sem sannaðar, líklegar eða mögulegar sýkingar, aspergilloma, sveppaboltar í skútum, bólfesta eða mengun.
    Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu reyndust 125 sjúklingar uppfylla inntökuskilyrðin. Myglusveppir greindust í 189 sýklaræktunum frá 113 sjúklingum og í 22 vefjarannsóknum frá 19 sjúklingum. Algengustu sýnaflokkarnir í sýklaræktun voru hráki (52,9%), berkjuskol (18,5%) og barkasog (11,1%). Þrettán sjúklingar fengu 14 ICD-10 greiningar samkvæmt inntökuskilyrðunum. Aspergillus tegundir orsökuðu 177 (93,7%) af jákvæðu sýklaræktununum. Fjögur (3,2%) tilfelli voru metin sem sannaðar og 12 (9,6%) sem líklegar sýkingar. Af þessum 16 sjúklingum létust 10 (62,5%); 14 (87,5%) þeirra höfðu staðbundnar ífarandi sýkingar í lungum og tveir höfðu útbreiddar sýkingar. Aspergillus fumigatus var sýkillinn í 12 (75%) af sýkingunum. Algengustu undirliggjandi sjúkdómarnir hjá þessum 16 voru illkynja blóðsjúkdómar (43,8%). Í úrtakinu voru 29 (23,2%) tilfelli metin sem bólfesta myglusveppa og 66 (52,8%) sem mengun. Sveppaboltar í skútum greindust í 8 (3,4%) skúklingum og aspergilloma í 6 (4,8%).
    Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að nýgengi ífarandi myglusveppasýkinga á Íslandi hafi verið hærra á árunum 2000-2006 heldur en á 16 ára tímabili þar á undan. Einnig er ljóst af niðurstöðunum að birtingarmyndir ífarandi myglusveppasýkinga á Íslandi eru svipaðar þeim sem sjást í öðrum löndum. Erfitt getur verið að greina þessar sýkingar og er því ekki ólíklegt að nýgengið sé vanmetið. Lagt er til að samvinna rannsóknadeilda og meðferðaraðila verði aukin í því skyni að bæta greiningar og eftirlit með ífarandi myglusveppasýkingum á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan Logi Agustsson.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna